Mál númer 202210557
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.
Afgreiðsla 1556. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.
Afgreiðsla 1556. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1556
Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.
Bæjarráð synjar tillögunni með þremur atkvæðum B, C og S lista. Bæjarráðsfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði lýsa vonbrigðum með að tillaga um greiðslu á húsaleigu fyrir félagsstarfið Karlar í skúrum sé felld af meirihlutanum.
Tillagan er sett fram til að festa hið mikilvæga verkefni Karlar í skúrum í sessi og styðja við framgang og þróun þess í Mosfellsbæ. Það er misræmi í því að notendur þessa félagsstarfs þurfi að greiða húsaleigu undir starfsemina úr eigin vasa en þannig er því ekki hagað í öðru félagsstarfi aldraðra í Mosfellsbæ.´Bókun B, C og S lista:
Það er eðlilegt að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir félagsstarf eldri borgara sem er á vegum sveitarfélagsins. Hins vegar eru Karlar í skúrum sjálfstæður félagsskapur sem hefur ekki óskað eftir því að Mosfellsbær taki yfir forsjá verkefnisins. - 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1555
Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.
Málinu frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.