Mál númer 202209130
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hömrum að Langatanga 2A. Breytingin felur í sér möguleika á að fjölga hjúkrunarrýmum úr 40 í 74. Stækkun byggingarreitar er til norðurs þar sem heimilt verður, í samræmi við gildandi deiliskipulag að byggja þriggja hæða hús, mest 12 m hátt. Einnig er heimilt að hafa kjallara undir byggingu þar sem aðstæður leyfa. Áfram verður aðalaðkoma að hjúkrunarheimilinu frá Langatanga en gert er ráð fyrir nýrri þjónustuaðkomu frá Skeiðholti. Horfið er frá kröfu um 3 m háa hljóðvörn á milli Langatanga og bílastæða hjúkrunarheimilis og litið til annarra lausna. Deiliskipulagsbreytingin var unnin í samræmi við kynnta skipulagslýsingu verksins. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Breytingin var send á Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlitið HEF, Eir Hjúkrunarheimili, Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Athugasemdafrestur var frá 09.02.2023 til og með 26.03.2023. Jákvæðar umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.02.2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 15.02.2023.
- 12. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #825
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hömrum að Langatanga 2A. Breytingin felur í sér möguleika á að fjölga hjúkrunarrýmum úr 40 í 74. Stækkun byggingarreitar er til norðurs þar sem heimilt verður, í samræmi við gildandi deiliskipulag að byggja þriggja hæða hús, mest 12 m hátt. Einnig er heimilt að hafa kjallara undir byggingu þar sem aðstæður leyfa. Áfram verður aðalaðkoma að hjúkrunarheimilinu frá Langatanga en gert er ráð fyrir nýrri þjónustuaðkomu frá Skeiðholti. Horfið er frá kröfu um 3 m háa hljóðvörn á milli Langatanga og bílastæða hjúkrunarheimilis og litið til annarra lausna. Deiliskipulagsbreytingin var unnin í samræmi við kynnta skipulagslýsingu verksins. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Breytingin var send á Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlitið HEF, Eir Hjúkrunarheimili, Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Athugasemdafrestur var frá 09.02.2023 til og með 26.03.2023. Jákvæðar umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.02.2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 15.02.2023.
Afgreiðsla 66. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
- 29. mars 2023
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #66
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hömrum að Langatanga 2A. Breytingin felur í sér möguleika á að fjölga hjúkrunarrýmum úr 40 í 74. Stækkun byggingarreitar er til norðurs þar sem heimilt verður, í samræmi við gildandi deiliskipulag að byggja þriggja hæða hús, mest 12 m hátt. Einnig er heimilt að hafa kjallara undir byggingu þar sem aðstæður leyfa. Áfram verður aðalaðkoma að hjúkrunarheimilinu frá Langatanga en gert er ráð fyrir nýrri þjónustuaðkomu frá Skeiðholti. Horfið er frá kröfu um 3 m háa hljóðvörn á milli Langatanga og bílastæða hjúkrunarheimilis og litið til annarra lausna. Deiliskipulagsbreytingin var unnin í samræmi við kynnta skipulagslýsingu verksins. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Breytingin var send á Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlitið HEF, Eir Hjúkrunarheimili, Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Athugasemdafrestur var frá 09.02.2023 til og með 26.03.2023. Jákvæðar umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.02.2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 15.02.2023.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast afgreiðslu deiliskipulagsins skv. 1. mgr. 42.gr. sömu laga.
- FylgiskjalUppdráttur deiliskipulagstillögu.pdfFylgiskjalSkuggavarp deiliskipulagstillögu.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 15 febrúar 2023 - Hamrar hjúkrunarheimili Langitangi deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdfFylgiskjalHamrar hjúkrunarheimili við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting - Athugasemdafrestur er til 26 mars 2023 .pdfFylgiskjalLangitangi 2a - deiliskipulagsbreyting - kynning á vef.pdf
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hjúkrunarheimilið Hamra að Langatanga 2. Tillagan byggir á að stækka byggingarreit til norðurs meðfram Skeiðholti þar sem hægt verður að koma fyrir þriggja hæða viðbyggingu núverandi húss. Nýtingarhlutfall er óbreytt og enn er heimilt að hækka eldra hús um eina hæð. Bílastæðum er breytt og þeim fækkað innan lóðar. Lagt er upp með samnýtingu bílastæða innan miðbæjarreitar. Þjónustuaðkoma er teiknuð frá Skeiðholti og útfærslu hljóðvarna meðfram götu er breytt. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð auk skuggavarpsmynda.
Afgreiðsla 583. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #583
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hjúkrunarheimilið Hamra að Langatanga 2. Tillagan byggir á að stækka byggingarreit til norðurs meðfram Skeiðholti þar sem hægt verður að koma fyrir þriggja hæða viðbyggingu núverandi húss. Nýtingarhlutfall er óbreytt og enn er heimilt að hækka eldra hús um eina hæð. Bílastæðum er breytt og þeim fækkað innan lóðar. Lagt er upp með samnýtingu bílastæða innan miðbæjarreitar. Þjónustuaðkoma er teiknuð frá Skeiðholti og útfærslu hljóðvarna meðfram götu er breytt. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð auk skuggavarpsmynda.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu skuli auglýst og kynnt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Skipulagsnefnd samþykkti á 572. fundi sínum að kynna lýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar og stækkunar hjúkrunarheimilisins Hamra að Langatanga. Lýsingin var kynnt og auglýst í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Lýsingin var send til umsagnar- og hagsmunaaðila í samræmi við gögn. Umsagnafrestur var frá 06.10.2022 til og með 24.10.2022. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 18.10.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 24.10.2022 og Skipulagsstofnun, dags. 24.10.2022.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Skipulagsnefnd samþykkti á 572. fundi sínum að kynna lýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar og stækkunar hjúkrunarheimilisins Hamra að Langatanga. Lýsingin var kynnt og auglýst í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Lýsingin var send til umsagnar- og hagsmunaaðila í samræmi við gögn. Umsagnafrestur var frá 06.10.2022 til og með 24.10.2022. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 18.10.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 24.10.2022 og Skipulagsstofnun, dags. 24.10.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalHjúkrunarheimilið Hamar- ábendingar frá Veitum.pdfFylgiskjalDeiliskipulagslýsing, Eirhamrar Umsögn Skipulagsstofnunnar.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 24 október 2022 - Hamrar skipulagslýsing.pdfFylgiskjalMiðsvæði Mosfellsbær Eirhamrar- Skipulagslýsing - tillaga.pdfFylgiskjalAuglýsing í Mosfellingi.pdf
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Borist hefur erindi frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum, dags. 24.08.2022, með ósk um að unnin verði deiliskipulagsbreyting fyrir Eirhamra, Langatanga 2A, vegna fyrirhugaðrar stækkunar húsnæðisins. Meðfylgjandi er undirrituð frumathugun vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hamrar, dags. 14.12.2021. Lögð er til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing deiliskipulagsbreytingar, unnin af umhverfissviði, vegna Eirhamra þar sem markmið er að breyta byggingarreit fyrir fyrirhugaða 2.860 fermetra viðbyggingu.
Afgreiðsla 572. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. september 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #572
Borist hefur erindi frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum, dags. 24.08.2022, með ósk um að unnin verði deiliskipulagsbreyting fyrir Eirhamra, Langatanga 2A, vegna fyrirhugaðrar stækkunar húsnæðisins. Meðfylgjandi er undirrituð frumathugun vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hamrar, dags. 14.12.2021. Lögð er til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing deiliskipulagsbreytingar, unnin af umhverfissviði, vegna Eirhamra þar sem markmið er að breyta byggingarreit fyrir fyrirhugaða 2.860 fermetra viðbyggingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að skipulagslýsingin skuli auglýst og kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.