Mál númer 202210394
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Borist hefur erindi frá Ástu Birnu Björnsdóttur, dags. 18.10.2022, með ósk um skipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi svo hægt verði að fá samþykkt rekstrarleyfi fyrir gistileyfi í flokki 2 fyrir skilgreint íbúðarhús í raðhúsi að Vogatungu 59.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Borist hefur erindi frá Ástu Birnu Björnsdóttur, dags. 18.10.2022, með ósk um skipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi svo hægt verði að fá samþykkt rekstrarleyfi fyrir gistileyfi í flokki 2 fyrir skilgreint íbúðarhús í raðhúsi að Vogatungu 59.
Skipulagsnefnd synjar ósk um breytt skipulag Leirvogstunguhverfis eða breytta skilgreiningu ákvæða þess. Hverfið Leirvogstunga er skilgreint sem íbúðahverfi með sérbýliseignum auk lóðar fyrir samfélagsþjónustu leik- og grunnskóla. Byggja ákvæði nýtingar svæðis á gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Lóðin Vogatunga 59 er skráð íbúðarhúsalóð, raðhús, innan íbúðarsvæðis (ÍB104). Lóð og skilgreint íbúðarhús, skv. deiliskipulagi, er ekki ætlað fyrir rekstur atvinnustarfsemi sem truflað geta nærliggjandi íbúa og húseigendur. Líta verður til grenndarhagsmuna og hugsanlegs ónæðis sem umferð annara getur valdið í gróinni íbúabyggð. Breytingin getur talist fordæmisgefandi og haft afgerandi áhrif á skilgreiningu húsa í hverfinu. Rekstur gististaða ætti frekar heima innan svæða sem skilgreind eru Miðsvæði (M), Verslun og þjónusta (VÞ) eða þá á lóðum íbúðarsvæða sem skilgreindar eru fyrir annað en íbúðir. Ósk og erindi fellur því ekki að samþykktum áætlunum sveitarfélagsins og skilgreiningum þess á minniháttar atvinnustarfsemi innan íbúðarsvæða. Mat á starfsemi í hverfum gæti þurf að eiga sér stað í hverju tilfelli fyrir sig.
Synjað með fimm atkvæðum.