Mál númer 202210559
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.10.2022, þar sem spurst er fyrir um áform um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Erindið er almennt í kjölfar yfirstaðinna kosninga og nýs kjörtímabils. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Ákvörðun sveitarstjórnar skal liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.10.2022, þar sem spurst er fyrir um áform um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Erindið er almennt í kjölfar yfirstaðinna kosninga og nýs kjörtímabils. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Ákvörðun sveitarstjórnar skal liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum nr. 725, þann 21.09.2018 tillögu skipulagsnefndar um að hefja endurskoðun aðalskipulags með vísan í 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Ákvörðun sú var í framhaldinu tilkynnt Skipulagsstofnun. Endurskoðun aðalskipulagsins er enn yfirstandandi og hefur því miður tafist vegna ytri aðstæðna og umfangs. Vinnan hófst formlega haustið 2020 þegar skipulagslýsingin var lögð fyrir bæjarstjórn og hún í framhaldinu kynnt. Endurskoðun mun ljúka á kjörtímabilinu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.