Mál númer 202210580
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.
Afgreiðsla 1556. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.
Afgreiðsla 1556. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1556
Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.
Málsmeðferðartillaga bæjarráðsfulltrúa D lista:
Fulltrúar D-lista í bæjarráði leggja til að styrkur til Karla í skúrum sem lagður er til í þessu máli verði samþykktur, en verði ekki notaður til niðurgreiðslu á húsaleigu.Félagsskapurinn Karlar í skúrum eiga ekki að þurfa að greiða húsaleigu úr eigin vasa af sínu félagsstarfi frekar en annað félagsstarf í Mosfellsbæ.
Leggjum við til að styrkurinn verði nýttur t.d. til tækja- og vélakaupa og/eða námskeiðshalda og að Mosfellsbær greiði áfram húsaleigu að fullu fyrir þetta mikilvæga félagsstarf eins og kemur fram í tillögu fulltrúa D-lista undir öðru máli á þessum sama fundi bæjarráðs.
Tillögunni synjað með þremur atkvæðum B, C og S lista gegn tveimur atkvæðum D lista.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum B, C og S lista að veita verkefnunum Karlar í skúrum styrk að upphæð kr. 782.000 og Heilsa og hugur kr. 300.000 í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 27. október síðastliðinn þar sem ákveðið var að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands 2022, kr. 1.082.500 til góðra verkefna í Mosfellsbæ. Bæjarráðsfulltrúar D lista greiddu atkvæði gegn málinu.***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði geta ekki samþykkt tillöguna þar sem að skilyrt er í henni að styrkurinn fari upp í geiðslu á húsaleigu fyrir Karla í skúrum sem þeir þurfa svo að greiða afganginn af úr eigin vasa.Karlar í skúrum eiga ekki að greiða húsaleigu af sínu félagsstarfi frekar en annað félagsstarf í Mosfellsbæ og þess vegna liggur tillaga fyrir þessum fundi þess efnis að Mosfellbær greiði að fullu húsaleigu fyrir Karla í skúrum, eins og annað félagsstarf í bænum.
Bókun B, C og S lista:
Óumdeilt er að verkefnið, Karlar í skúrum, er gríðarlega mikilvægt lýðheilsuverkefni sem meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar vill styðja við enda hefur verið mjög vel staðið að því hingað til af þeim sem fyrir því standa.Verkefnið er enn ekki orðið sjálfbært þó stefnt sé að því til framtíðar. Til þess að tryggja framhald verkefnisins viljum við bregðast við óskum karlanna og styrkja verkefnið um þá fjárhæð sem upp á vantar samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum verkefnisins.
Rétt er að taka það fram að félagskapurinn Karlar í skúrum hefur aldrei óskað þess að starf þeirra falli undir félagsstarf aldraðra auk þess sem þátttakan í starfi þeirra er ekki háð því að félagar hafi náð ákveðnum aldri. - 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1555
Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.
Málinu frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.