Mál númer 201504083
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur f.h. lóðareiganda fram nýjar tillöguteikningar af parhúsi á lóðinni Hlíðartún 2a og einu "gestahúsi" á baklóð Hlíðartúns 2. Sbr. einnig bókun á 389. fundi. Frestað á 404. fundi
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur f.h. lóðareiganda fram nýjar tillöguteikningar af parhúsi á lóðinni Hlíðartún 2a og einu "gestahúsi" á baklóð Hlíðartúns 2. Sbr. einnig bókun á 389. fundi. Frestað á 404. fundi
Nefndin er neikvæð gagnvart báðum þáttum erindisins, þ.e. "gestahúsi" á lóð nr. 2 og einnar hæðar parhúsi á lóð nr. 2a.
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Í framhaldi af erindi frá 5.04.2015 og umfjöllun nefndarinnar á 389. fundi leggur Stefán Þ Ingólfsson arkitekt f.h. lóðareiganda fram nýjar teikningar, annars vegar af gestahúsi á Hlíðartúni 2 og hinsvegar af einnar hæðar parhúsi á Hlíðartúni 2a.
Afgreiðsla 404. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #404
Í framhaldi af erindi frá 5.04.2015 og umfjöllun nefndarinnar á 389. fundi leggur Stefán Þ Ingólfsson arkitekt f.h. lóðareiganda fram nýjar teikningar, annars vegar af gestahúsi á Hlíðartúni 2 og hinsvegar af einnar hæðar parhúsi á Hlíðartúni 2a.
Frestað.
- 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur 5.04.2015 f.h. lóðareiganda fram fyrirspurn í tvennu lagi: Annars vegar um það hvort fallist yrði á að leyfa byggingu þriggja 18 m2 "smáhýsa" til skammtíma útleigu á lóðinni Hlíðartún 2. Hins vegar um breytta aðkomu að Hlíðartúni 2a og byggingu parhúss í stað einbýlishúss sem þar hefur verið gert ráð fyrir. Erindinu fylgja teikningar.
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #389
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur 5.04.2015 f.h. lóðareiganda fram fyrirspurn í tvennu lagi: Annars vegar um það hvort fallist yrði á að leyfa byggingu þriggja 18 m2 "smáhýsa" til skammtíma útleigu á lóðinni Hlíðartún 2. Hins vegar um breytta aðkomu að Hlíðartúni 2a og byggingu parhúss í stað einbýlishúss sem þar hefur verið gert ráð fyrir. Erindinu fylgja teikningar.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir hugmyndum um smáhýsi en felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga frá umsækjanda um hugmyndir um parhús.