Mál númer 201601510
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 10. maí 2016 með athugasemdafresti til 21. júní 2016. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 416. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. júní 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #416
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 10. maí 2016 með athugasemdafresti til 21. júní 2016. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
- 27. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #670
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar með landnúmer 125606 í Þormóðsdalslandi fyrir frístundahús, unnin af Gláma-Kím arkitektum fyrir lóðarhafa, sbr. bókun á 406. fundi.
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #411
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar með landnúmer 125606 í Þormóðsdalslandi fyrir frístundahús, unnin af Gláma-Kím arkitektum fyrir lóðarhafa, sbr. bókun á 406. fundi.
Nefndin samþykkir að falla frá gerð lýsingar skv. 1. mgr. og forkynningu tillögunnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins koma fram í aðalskipulagi, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga.
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús. Frestað á 405. fundi.
Afgreiðsla 406. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús.
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #406
Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús. Frestað á 405. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir endurbyggingu frístundahússins, en með vísan í úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 17/2015 bendir nefndin á að til þess að unnt sé að heimila bygginguna er nauðsynlegt að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir henni. Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna í samráði við skipulagsfulltrúa tillögu að deiliskipulagi til meðferðar í samræmi við skipulagslög.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús.
Frestað.
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Nikulás Hall Neðstabergi 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað úr timbri á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða endurbyggingu bústaðs sem brann fyrir nokkrum árum og landið er ódeiliskipulagt utan skilgreinds frístundasvæðis.
Afgreiðsla 280. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 664. fundi bæjarstjórnar.
- 22. janúar 2016
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #280
Nikulás Hall Neðstabergi 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað úr timbri á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða endurbyggingu bústaðs sem brann fyrir nokkrum árum og landið er ódeiliskipulagt utan skilgreinds frístundasvæðis.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.