Mál númer 201601200
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli. Frestað á 404. fundi.
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli. Frestað á 404. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið, en vísar til umfjöllunar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar um hugsanlegan kirkjugarð fyrir höfuðborgarsvæðið í landi Mosfellskirkju, og felur skipulagsfulltrúa koma upplýsingum um hana á framfæri við Reykjavíkurborg.
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir 11. janúar 2016 til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli.
Afgreiðsla 404. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #404
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir 11. janúar 2016 til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli.
Frestað.