Mál númer 201206227
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Mál tekið til umræðu að ósk Nínu Rósar Ísberg
Afgreiðsla 184. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. desember 2017
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #184
Mál tekið til umræðu að ósk Nínu Rósar Ísberg
Rætt um aðgerðir Mosfellsbæjar gegn útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ.
Garðyrkjudeild og umhverfisstjóri munu vinna að nákvæmari áætlun um aðgerðir gegn ágengum plöntutegundum fyrir sumarið. - 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Lögð fram tillaga að áætlun garðyrkjudeildar vegna útbreiðslu ágengra plöntutegunda í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 183. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. nóvember 2017
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #183
Lögð fram tillaga að áætlun garðyrkjudeildar vegna útbreiðslu ágengra plöntutegunda í Mosfellsbæ
Minnisblað umhverfisstjóra og deildarstjóra í Þjónustustöð um slátt á ágengum plöntum lagt fram. Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að verkefnið skuli vera komið á dagskrá og að fjármunir verði settir í þetta á næsta ári.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Lögð fram skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ 2015, og mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #166
Lögð fram skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ 2015, og mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Umhverfissviði í samvinnu við garðyrkjudeild falið að gera verkáætlun fyrir eyðingu ágengra plöntna og skili henni til umhverfisnefndar til umfjöllunar að nýju.
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Lögð fram skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ 2015, og mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Afgreiðsla 163. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 3. september 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #163
Lögð fram skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ 2015, og mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og mögulegar aðgerðir til úrbóta, lögð fram til kynningar.
Umhverfissviði falið að vinna áfram að málinu í samráði við formann og varaformann umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða. - 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Garðyrkjustjóri kynnir mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla 1115. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. apríl 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #140
Garðyrkjustjóri kynnir mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela umhverfissviði að vinna að kortlagningu á komandi sumri á útbreiðslu ágengra plöntutegunda í Mosfellsbæ. Ennfremur verði unnið að eyðingu ágengra tegunda á litlum afmörkuðum svæðum innan Mosfellsbæjar.
- 5. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1082
Afgreiðsla 133. fundar umhverfisnefndar, varðandi að aflað verði frekari upplýsinga um hvernig hægt sé að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu o.fl., samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum. - 2. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1081
<DIV><DIV><DIV>Erindinu frestað á 1081. fundi bæjarráðs.</DIV></DIV></DIV>
- 28. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1080
<DIV><DIV><DIV>Afgreiðslu erindins frestað á 1080. fundi bæjarráðs.</DIV></DIV></DIV>
- 21. júní 2012
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #133
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SHP, BJó, SÓS, JBH, BÁ og TGG.
Umhverfisnefnd leggur til að aflað verði frekari upplýsinga um hvernig hægt sé að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í sveitarfélaginu og þær upplýsingar lagðar fyrir nefndina.