Mál númer 201602023
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar. Gögn frá bæjarráði fylgja, auk þess sem dæmi frá Lágafellsskóla um framkvæmd jafnréttisfræðslu er lagt fram.
Afgreiðsla 317. fundar fræðslunefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um að Mosfellsbær bjóði upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum grunnskóla til jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar. Umsögnin er lögð fram.
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. febrúar 2016
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #317
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar. Gögn frá bæjarráði fylgja, auk þess sem dæmi frá Lágafellsskóla um framkvæmd jafnréttisfræðslu er lagt fram.
Fræðslunefnd óskar eftir að fá haustið 2016 samantekt frá leik- og grunnskólum kynningu á hvað er gert og hvernig jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar er framfylgt.
- FylgiskjalMinnisblað starfsmanna sviðs vegna fyrirspurnar um.pdfFylgiskjalSkýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalJafnréttisáætlun Lágafellsskóla.pdfFylgiskjalJafnréttisáætlun Krikaskóla.pdfFylgiskjalJafnréttisfræðsla í Lágafellsskóla 2015-16.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1246 (422016) - Jafnréttisfræðsla í efri deildum grunnskóla.pdfFylgiskjalJafnréttisáætlun Varmárskóla (1).pdf
- 4. febrúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1246
Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um að Mosfellsbær bjóði upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum grunnskóla til jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar. Umsögnin er lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að jafnréttisfræðsla í grunnskólum Mosfellsbæjar verði tekin fastari tökum. Það er ekkert að stefnu Mosfellsbæjar í jafnréttismálum en það er framkvæmdin og menntun kennara sem leggja þarf meiri áherslu á.Bæjarráð þakkar fyrir ítarlegt minnisblað jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusviðs um hvernig staðið hefur verið að jafnréttisfræðslu í grunnskólum bæjarins.
Bæjarráð er sammála um mikilvægi jafnréttisfræðslu og þakkar fyrir það góða starf sem unnið hefur verið um jafnréttisfræðslu á vettvangi grunnskólanna og skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.Fulltrúi S-lista leggur fram málsmeðferðartillögu um að frekari umræðu um jafnréttisfræðslu innan grunnskólanna verði vísað til fræðslunefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til fræðslunefndar.