Mál númer 201601126
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Gjaldskrá vegna daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar. Jafnframt lagt fram minnisblað skólafulltrúa.
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. febrúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1246
Gjaldskrá vegna daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar. Jafnframt lagt fram minnisblað skólafulltrúa.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar þeirri ákvörðun að Mosfellsbær skuli ætla að taka á sig áður fyrirhugaða 5% hækkun á gjaldskrá dagforeldra. Íbúahreyfingin telur engu að síður mikilvægt að hækka það tekjuviðmið sem stuðst er við þegar viðbótarniðurgreiðsla er ákvörðuð, þannig að einstætt foreldri með undir 300 þúsund kr. í laun eigi rétt á 60% viðbótarniðurgreiðslu og einstætt foreldri undir 360 þúsund kr. (að 300 þús.) eigi rétt á 40% viðbótarniðurgreiðslu.
Það segir sig sjálft að einstætt foreldri með ofangreind laun býr við afar kröpp kjör sem kemur niður á aðstöðu barna til að njóta sömu tækifæra og börn frá efnameiri fjölskyldum.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar 2017.
Gjaldskrá vegna daggæslu barna í heimahúsi samþykkt með þremur atkvæðum.
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Ósk um samþykki nýrrar gjaldskrár daggæslu barna í heimahúsi og breyttra tekjuviðmiða.
Afgreiðsla 1245. fundar bæjarráðs samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. janúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1245
Ósk um samþykki nýrrar gjaldskrár daggæslu barna í heimahúsi og breyttra tekjuviðmiða.
Frestað.