Mál númer 201602044
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 27.maí til 8. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust. Tillaga var send Skipulagsstofnun sem óskaði eftir að umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis og Minnjastofnun Íslands.
Bjarki Bjarnason víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 18. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #422
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 27.maí til 8. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust. Tillaga var send Skipulagsstofnun sem óskaði eftir að umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis og Minnjastofnun Íslands.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis og Minjastofnunar hafa nú borist. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á deiliskipulagstillögu í samræmi við umsagnirnar og annast gildistökuferlið. - 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst 25. maí 2016 með athugasemdafresti til 8. júlí 2016. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 9. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 677. fundi bæjarstjórnar.
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Tillaga að deiliskipulagi var kynnt með bréfi dags. 27.4.2016 fyrir næstu nágrönnum/landeigendum, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Borist hefur meðfylgjandi athugasemd dags. 10.5.2016 frá Lögmannsstofu Loga Egilssonar f.h. Kjartans Jónssonar eiganda Hraðastaða I. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarfulltrúi Bjarki Bjarnason víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 413. fundar skipulagsnefnd samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 17. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #413
Tillaga að deiliskipulagi var kynnt með bréfi dags. 27.4.2016 fyrir næstu nágrönnum/landeigendum, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Borist hefur meðfylgjandi athugasemd dags. 10.5.2016 frá Lögmannsstofu Loga Egilssonar f.h. Kjartans Jónssonar eiganda Hraðastaða I. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, og að svara athugasemd KJ í samræmi við umræður á fundinum.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir eiganda lóðarinnar, sbr. bókun á 405. fundi. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #410
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir eiganda lóðarinnar, sbr. bókun á 405. fundi. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna fyrir nágrönnum/hagsmunaaðilum, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Jóhannes Sturlaugsson spyrst í bréfi dags. 3. febrúar 2016 fyrir um leyfi til að byggja tvö lítil hús á lóðinni, um 40 m2 hvort, samanber meðfylgjandi gögn og tillögur, til að hýsa starfsemi að fiskirannsóknum sem hann stundar.
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Jóhannes Sturlaugsson spyrst í bréfi dags. 3. febrúar 2016 fyrir um leyfi til að byggja tvö lítil hús á lóðinni, um 40 m2 hvort, samanber meðfylgjandi gögn og tillögur, til að hýsa starfsemi að fiskirannsóknum sem hann stundar.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu en bendir á að lóðin er ódeiliskipulögð og á milli tveggja deiliskipulagssvæða. Forsenda þess að hægt sé að leyfa byggingar eins og um er sótt er að áður liggi fyrir samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir þeim. Umsækjanda er heimilað að láta vinna í samráði við skipulagsfulltrúa tillögu að slíku deiliskipulagi eða deiliskipulagsbreytingu og leggja hana fram.