Helgafellshverfi, ný lóð við Vefarastræti, tillaga
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhverfis Helgafellshverfis. Hún gerir ráð fyrir nýrri lóð við Vefarastræti vestan Sauðhóls, fyrir allt að 55 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verði að mestu fjögurra hæða. Athugasemdafrestur er til og með 20 nóvember.
Mosfellsbær afhendir Skálatúni afmælisgjöf
Í gær afhenti Mosfellsbær Skálatúnsheimilinu afmælisgjöf.
Sýningaropnun 4. október - Þjófstart í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 4 október kl. 15:00 verður opnuð sýning Þórs Sigurþórssonar Þjófstart í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.
Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar bjóða íbúum upp á viðtalstíma
Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar bjóða íbúum upp á viðtalstíma á eftirfarandi tímum á Bókasafni Mosfellsbæjar klukkan 17.00-18.00.
Breyttur útivistartími 1. september
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Mosfellsbær tekur þátt í Útsvari
Spurningaþátturinn Útsvar hefur hafið göngu sína á RÚV nú í haust áttunda veturinn í röð þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik.
Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2014-2015
Senn líður að fyrsta Opnu húsi hjá Skólaskrifstofu en líkt og undanfarin 11 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, frístundaleiðbeindur, þjálfarar, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Þingmenn kjördæmisins í heimsókn
Þingmenn suðvesturkjördæmis komu á fund sveitarstjórnarfólks í Mosfellsbæ í hádeginu í dag. Tekið var á móti hópnum á Bókasafni Mosfellsbæjar þar sem Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir nokkra punkta sem snerta samstarf ríkis og sveitarfélaga.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Laxatungu
Tillagan tekur til lóða nr. 105-127. Um er að ræða breytta húsgerð einbýlishúsa norðan götu, en sunnan götu komi raðhús í stað einbýlishúsa.