Merki Mosfellsbæjar á nýju hringtorgi
Unnið er að fegrun hringtorgsins við Álafosskvos. Á mitt torgið er búið að heilluleggja útlínur á merki Mosfellsbæjar. Áætlað er að fylla upp í merkið með lágvöxnum blómstrandi runna næsta sumar. Þá verða gróðursett alparifs, gljámispill og runnamura.
Einstök listsýning fyrir börn
Dagur gegn einelti 8. nóv
Um leið og við hvetjum alla bæjarbúa sem láta sig málefni barna og unglinga í Mosfellsbæ varða til að sýna samstöðu og taka þátt í umræðum um forvarnir í Mosfellsbæ, viljum við benda á Dag eineltis þann 8. nóvember
Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir haldinn í Hlégarði
Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir og hlutverk foreldra í forvörnum var haldinn í Hlégarði síðastliðinn fimmtudag en fundinn sóttu á annað hundrað íbúar er koma að börnum og unglingum í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti.
35 ára afmælishátíð í Bæjarleikhúsinu
Leikfélag Mosfellssveitar fagnar um þessar mundir 35 ára starfsafmæli.
Frá Skipulagsnefnd um lokun Áslands
Nýlega sendu íbúar við Ásland, Bæjarás, Hlíðarás, Fellsás og Brúnás bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem lokun á tengingu Áslands við Vesturlandsveg var mótmælt. Lokunin kom til framkvæmda í haust í tengslum við tvöföldun Vesturlandsvegar. Íbúarnir fóru fram á að áfram yrði mögulegt að beygja af Vesturlandsvegi inn í Ásland …
Nýr hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi
Mosfellsbær og Vegagerðin hafa undirritað samning um gerð hjóla- og göngustígs meðfram Vesturlandsvegi. Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við við sveitarfélagamörk við Reykjavík. Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna verða því betri en verið hefur.
Opnun Huldu Hlínar í Listasal Mosfellsbæjar í dag milli 16 og 18
Föstudaginn 7. október kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistakonunnar Huldu Hlínar Magnúsdóttur, LITIR – KRÓMATÍSKIR TÖFRAR /COLORS – CROMATIC MAGIC, í Listasal Mosfellsbæjar. Meiri upplýsingar er að finna á vefsíðu Bókasafns og Listasalar Mosfellsbæjar: Bokmos.is
Göngubrú yfir Vesturlandsveg í smíðum
Vegfarendur um Vesturlandsveg hafa tekið eftir framkvæmdum, sem nýlega var byrjað á rétt sunnan vegarins gegnt Krónunni. Þarna er verið að reisa brú fyrir gangandi og hjólandi …