Einstök listsýning fyrir börn
Dagur gegn einelti 8. nóv
Um leið og við hvetjum alla bæjarbúa sem láta sig málefni barna og unglinga í Mosfellsbæ varða til að sýna samstöðu og taka þátt í umræðum um forvarnir í Mosfellsbæ, viljum við benda á Dag eineltis þann 8. nóvember
Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir haldinn í Hlégarði
Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir og hlutverk foreldra í forvörnum var haldinn í Hlégarði síðastliðinn fimmtudag en fundinn sóttu á annað hundrað íbúar er koma að börnum og unglingum í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti.
35 ára afmælishátíð í Bæjarleikhúsinu
Leikfélag Mosfellssveitar fagnar um þessar mundir 35 ára starfsafmæli.
Frá Skipulagsnefnd um lokun Áslands
Nýlega sendu íbúar við Ásland, Bæjarás, Hlíðarás, Fellsás og Brúnás bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem lokun á tengingu Áslands við Vesturlandsveg var mótmælt. Lokunin kom til framkvæmda í haust í tengslum við tvöföldun Vesturlandsvegar. Íbúarnir fóru fram á að áfram yrði mögulegt að beygja af Vesturlandsvegi inn í Ásland …
Nýr hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi
Mosfellsbær og Vegagerðin hafa undirritað samning um gerð hjóla- og göngustígs meðfram Vesturlandsvegi. Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við við sveitarfélagamörk við Reykjavík. Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna verða því betri en verið hefur.
Opnun Huldu Hlínar í Listasal Mosfellsbæjar í dag milli 16 og 18
Föstudaginn 7. október kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistakonunnar Huldu Hlínar Magnúsdóttur, LITIR – KRÓMATÍSKIR TÖFRAR /COLORS – CROMATIC MAGIC, í Listasal Mosfellsbæjar. Meiri upplýsingar er að finna á vefsíðu Bókasafns og Listasalar Mosfellsbæjar: Bokmos.is
Göngubrú yfir Vesturlandsveg í smíðum
Vegfarendur um Vesturlandsveg hafa tekið eftir framkvæmdum, sem nýlega var byrjað á rétt sunnan vegarins gegnt Krónunni. Þarna er verið að reisa brú fyrir gangandi og hjólandi …