Mánudaginn 5. maí sl. fóru ráðgjafaviðtöl Bergsins í Mosfellsbæ af stað. Ráðgjafatímar Bergsins fara fram í Brúarlandi á mánudögum kl. 9-17 en til að óska eftir ráðgjöf er farið inn á vef Bergsins, bergid.is, þar sem má einnig nálgast frekari upplýsingar um starfsemina.
Eru viðtölin hluti af aðgerðaráætlun Mosfellsbæjar í verkefninu Börnin okkar.
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk þar sem áherslan er að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.
Um er að ræða lágþröskuldaþjónustu til að aðstoða í gegnum depurð, erfiðar tilfinningar, sjálfskaða, erfið samskipti og fleira. Verkefnið er mikilvægt skref í aukinni þjónustu til barna og ungmenna á aldrinum 12 – 25 ára og verður kynnt nánar í haust m.a. í skólum sveitarfélagsins.
Nánari fyrirspurnir má senda á bergid@bergid.is eða á Björgvin ráðgjafa Bergsins í Mosfellsbæ, bjorgvin@bergid.is.