Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2025

Mánu­dag­inn 5. maí sl. fóru ráð­gjafa­við­töl Bergs­ins í Mos­fells­bæ af stað. Ráð­gjafa­tím­ar Bergs­ins fara fram í Brú­ar­landi á mánu­dög­um kl. 9-17 en til að óska eft­ir ráð­gjöf er far­ið inn á vef Bergs­ins, berg­id.is, þar sem má einn­ig nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um starf­sem­ina.

Eru við­tölin hluti af að­gerðaráætlun Mos­fells­bæj­ar í verk­efn­inu Börn­in okk­ar.

Berg­ið headspace er stuðn­ings- og ráð­gjafa­set­ur fyr­ir ungt fólk þar sem áhersl­an er að skapa nota­legt og ör­uggt um­hverfi fyr­ir ungt fólk sem vill fá að­stoð fag­fólks og not­enda með fjöl­breytta reynslu.

Um er að ræða lág­þrösk­ulda­þjón­ustu til að að­stoða í gegn­um dep­urð, erf­ið­ar til­finn­ing­ar, sjálf­sk­aða, erf­ið sam­skipti og fleira. Verk­efn­ið er mik­il­vægt skref í auk­inni þjón­ustu til barna og ung­menna á aldr­in­um 12 – 25 ára og verð­ur kynnt nán­ar í haust m.a. í skól­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Nán­ari fyr­ir­spurn­ir má senda á berg­id@berg­id.is eða á Björg­vin ráð­gjafa Bergs­ins í Mos­fells­bæ, bjorg­vin@berg­id.is.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00