Sálfræðingar skóla- og ráðgjafaþjónustu munu á næstu dögum kynna viðveru sína í grunnskólum Mosfellsbæjar. Þessi aukna þjónusta er í boði fyrir nemendur á unglingastigi og er hluti af verkefninu Börnin okkar sem er ætlað að stuðla að vellíðan og farsæld barna í Mosfellsbæ. Tímarnir eru opnir fyrir hvern sem er á þessum aldri og alltaf hægt að koma við á auglýstum tíma til að ræða hvað sem er. Þessi þjónusta verður þróuð áfram í samtali við þennan hóp og eftir þörfum hans.
Ráðgjafatímar verða einu sinni í viku í hverjum skóla og það eru þau Helgi Þór og Daðey sálfræðingar sem verða til staðar sem hér segir:
- Helgafellsskóli: þriðjudagar frá kl. 9 – 11 (Helgi Þór)
- Kvíslarskóli: fimmtudagar frá kl. 9 – 11 (Helgi Þór)
- Lágafellsskóli: fimmtudagar frá kl. 9 – 11 (Daðey)
Það gleður okkur hjá Mosfellsbæ að geta boðið uppá þessu auknu og mikilvægu þjónustu fyrir börnin okkar.
Á myndinni eru Helgi Þór Harðarson og Daðey Albertsdóttir sálfræðingar hjá Mosfellsbæ.