Nú býðst foreldrum að bóka samtal við sálfræðinga og félagsráðgjafa um málefni er varða börn, ungmenni og hlutverk foreldra/forráðamanna. Þetta er liður í því að bæta aðgengi fyrir fjölskyldur í Mosfellsbæ að faglegri aðstoð með skjótum og aðgengilegum hætti.
Símatímarnir verða í boði á fimmtudögum eftir hádegi og er tímasetning símtala í samræmi við innsenda ósk. Lengd símtala ráðgjafa er að hámarki 20 mínútur.
Boðið verður upp á:
- Almenna félagsráðgjöf
- Unglingaráðgjöf
- Sálfræðilega ráðgjöf
Þessi aukna þjónusta felur í sér heildstætt átak í þágu forvarna, snemmtækrar íhlutunar og styrkingar barnaverndarstarfs og er hluti af átaksverkefninu Börnin okkar.