Átakið felur í sér aukafjárveitingu uppá 100 milljónir sem verða notaðar í 27 viðbótaraðgerðir. Átakinu er ætlað að mæta mikilli fjölgun barnaverndarmála en barnaverndartilkynningum hefur fjölgjað um 50% á fyrstu 10 mánuðum ársins og var aðgerðaráætlun átaksins lögð fram með fjárhagsáætlun í síðastliðinni viku. Aðgerðirnar 27 byggja á vinnustofum, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn og sérfræðinga sem vinna í þjónustu við börn og ungmenni. Þær munu ná til almennra forvarna, snemmtækrar íhlutunar og styrkingar barnaverndarstarfs og felast meðal annars í því að: