Verkefnið
Börnin okkar – Átak í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ
Átakið felur í sér aukafjárveitingu uppá 100 milljónir sem verða notaðar í 27 viðbótaraðgerðir. Átakinu er ætlað að mæta mikilli fjölgun barnaverndarmála en barnaverndartilkynningum hefur fjölgjað um 50% á fyrstu 10 mánuðum ársins og var aðgerðaráætlun átaksins lögð fram með fjárhagsáætlun í síðastliðinni viku. Aðgerðirnar 27 byggja á vinnustofum, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn og sérfræðinga sem vinna í þjónustu við börn og ungmenni. Þær munu ná til almennra forvarna, snemmtækrar íhlutunar og styrkingar barnaverndarstarfs og felast meðal annars í því að:
- Auka aðgengi unglinga að sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf
- Efla stuðningsúrræði í formi ráðgjafar, stuðnings og námskeiða
- Hækka frístundastyrki
- Styrkja starf félagsmiðstöðva
- Auka samstarf, fræðslu og námskeið fyrir foreldra
- Koma á samskiptasáttmála á milli foreldra og skóla
- Huga að lýðheilsu barna og ungmenna meðal annars með aukinni opnun íþróttamiðstöðva um helgar
- Tryggja aðgengi allra hópa að námskeiðum og íþróttum