Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. október 2024

Í kjöl­far op­ins fund­ar með for­eldr­um og for­sjár­að­il­um eldri bekkja grunn­skóla í Mos­fells­bæ sem hald­inn var í sept­em­ber í fram­haldi af bæj­ar­há­tíð og í ljósi um­ræðu í sam­fé­lag­inu, kom ósk frá skóla­sam­fé­lag­inu um að einn­ig yrði hald­inn fund­ur með for­eldr­um og for­sjár­að­il­um barna á mið­stigi grunn­skóla. Sá fund­ur var hald­inn í vik­unni og voru tæp­lega 40 manns sem sóttu fund­inn.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri stýrði fund­in­um, Elísa­bet Ósk Maríus­dótt­ir sam­fé­lagslögga sagði frá hlut­verki sam­fé­lagslögg­unn­ar og þeirri fræðslu sem þau sinna í skól­un­um og Mar­grét Lilja Guð­munds­dótt­ir þekk­ing­ar­stjóri Pla­net Youth var með er­ind­ið „Best sam­an“ þar sem hún fjall­aði um breyt­ing­ar og áskor­an­ir síð­ustu ára og hvað rann­sókn­ir sýna okk­ur að beri ár­ang­ur í að auka vel­ferð barna og ung­linga.

Í lokin voru upp­byggi­leg­ar og góð­ar um­ræð­ur und­ir stjórn Ólafíu Dagg­ar Ás­geirs­dótt­ur og gátu fund­ar­gest­ir með gagn­virk­um hætti kom­ið sín­um skoð­un­um á fram­færi. For­eldr­ar komu með 75 hug­mynd­ir og hug­leið­ing­ar und­ir spurn­ing­unni „Hvað get­um við sem for­eldr­ar gert til að styðja við vellíð­an og ör­yggi barn­anna í sam­fé­lag­inu okk­ar“ og 51 hug­mynd kom til Mos­fells­bæj­ar um „Hvern­ig Mos­fells­bær get­ur stutt við for­eldra“. Mos­fells­bær mun nýta þessa góðu punkta til að vinna að að­gerða­áætlun og for­gangsr­aða verk­efn­um inn í fjár­hags­áætlun árs­ins 2025.

Eins og kom með­al ann­ars fram í er­indi Mar­grét­ar Lilju þá þarf að verða jafn „töff“ að birta sjálfu þeg­ar mað­ur tek­ur að sér starf bekkjar­full­trúa eða fer í for­eldrarölt eins og að hlaupa á fjöll, synda í sjó eða taka golf­hring. Þátt­tak­end­ur ákváðu því að taka sjálf­una sem fylg­ir frétt­inni í lok fund­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00