Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010:
Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5 ha. lóð með landnr. 213970. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í sex frístundalóðir þar sem heimilt verður að reisa fimm frístundahús allt að 130 m² og eitt allt að 200 m². Aðkoma að lóðunum er um veg sem liggur frá Nesjavallavegi.
Tillagan er aðgengileg í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig kynnt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni www.mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 23. júní til og með 8. ágúst 2022.
Skipulagsfulltrúi í Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.