Stafræn umbreyting hefur verið sett í forgang hjá Mosfellsbæ og nú þegar hafa alls 14 stafrænar lausnir verið innleiddar.
Nýjustu stafrænu lausnirnar á vef Mosfellsbæjar eru reiknivélar fyrir leikskóla og frístund ásamt stafrænu sorphirðudagatali.
Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi til að auðvelda íbúum að sækja þjónustu, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.
Meðal annarra verkefna sem innleidd hafa verið eru:
- Vala umsóknarkerfi fyrir leikskóla og frístund. Kerfið einfaldar alla umsýslu, gerir upplýsingaflæði skilvirkara til foreldra og eykur heildaryfirsýn.
- Embætti byggingarfulltrúa hefur tekið í notkun lausn fyrir rafrænar innsiglanir á teikningar. Í því felst að ekki er lengur tekið við teikningum á pappír og undirritun er tryggð á öruggan hátt með rafrænum skilríkjum.
- Stafræn umsókn um fjárhagsaðstoð þar sem verklagi var breytt og umsækjendur þurfa ekki lengur að koma með gögn þar sem að þau eru sótt á stafrænan hátt.
Mosfellsbær er einnig í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög og tekur virkan þátt í því samstarfi á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tengt efni
Nýtt stafrænt ár hafið af krafti
Stafræn verkefni voru unnin af krafti árið 2023 þegar meðal annars 11 ný stafræn verkefni voru innleidd.
Stafræn umsókn um fjárhagsaðstoð með sjálfvirkri gagnaöflun
Síðastliðið vor innleiddi Mosfellsbær stafrænt umsóknarferli um fjárhagsaðstoð í gegnum kerfi sem heitir Veita.
Allt á einum stað
Mosfellsbær hefur unnið að því að einfalda umsóknarferli og innritun fyrir vetrar- og sumarfrístund, mötuneyti grunnskóla og vinnuskólann.