Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. janúar 2024

Sta­fræn verk­efni voru unn­in af krafti árið 2023 þeg­ar með­al ann­ars 11 ný sta­fræn verk­efni voru inn­leidd.

Má þar nefna sta­f­rænt vinnu­afl sem notað er til að ein­falda og sjálf­virkni­væða ferla, nýtt sam­eig­in­legt um­sókn­ar­kerfi fyr­ir leik­skóla og frí­stund­ar­mál, sta­f­ræna um­sókn um fjár­hags­að­stoð með sjálf­virkri gagna­öflun, mót­töku­kerfi í þjón­ustu­veri, við­tals­bók­un­ar­kerfi sem send­ir gest­um sms skila­boð auk kerf­is fyr­ir ra­f­ræn­ar sam­þykkt­ir og inn­sigl­an­ir á teikn­ing­um hjá embætti bygg­ing­ar­full­trúa sem spar­ar við­skipta­vin­um skref, ein­fald­ar úr­vinnslu og trygg­ir ör­ugg­ar und­ir­skrift­ir með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um. Verk­efn­un­um er ætlað að bæta þjón­ustu með því að sem flest er­indi séu leyst fljótt og ör­ugg­lega með ra­f­ræn­um lausn­um eða að­stoð þjón­ustu­vers sem leysi þau í fyrstu snert­ingu.

Nýtt sta­f­rænt ár hófst svo af krafti hjá Mos­fells­bæ þeg­ar bæj­ar­ráð sam­þykkti end­ur­skoð­un á upp­lýs­inga­tækni­mál­um bæj­ar­ins sem felst í út­tekt á þjón­ustu­stigi, kostn­aði, ör­ygg­is­mál­um, per­sónu­vernd og inn­kaup­um tengt upp­lýs­inga­mál­um. Til­lag­an að út­tekt­inni bygg­ir á þeim úr­bóta­til­lög­um sem lagð­ar voru til í stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt Strategíu og gef­in var út í maí 2023. Lagt er til að út­tekt­in verði fram­kvæmd af ytri sér­fræð­ing­um í upp­lýs­inga­tækni og hönn­un not­enda­vænn­ar þjón­ustu og er mark­mið­ið með því að tryggja fag­lega nálg­un og hlut­lægni í út­tekt­inni.

Mos­fells­bær legg­ur ríka áherslu á að vera í fremstu röð í sta­f­rænni þró­un og nýt­ingu á upp­lýs­inga­tækni í þágu bæj­ar­búa og starfs­fólks og mun áfram setja kraft í verk­efni tengd sta­f­rænni veg­ferð.

„Við finn­um að við­skipta­vin­ir kunna að meta bætta þjón­ustu og tök­um því fagn­andi að hafa nú meira rými fyr­ir sér­hæfð verk­efni sem styðja enn frek­ar við betri þjón­ustu og betri upp­lif­un okk­ar við­skipta­vina.“

– Gabriela Líf Sig­urð­ar­dótt­ir, þjón­ustu­full­trúi

Tengt efni

  • Sta­fræn um­sókn um fjár­hags­að­stoð með sjálf­virkri gagna­öflun

    Síð­ast­lið­ið vor inn­leiddi Mos­fells­bær sta­f­rænt um­sókn­ar­ferli um fjár­hags­að­stoð í gegn­um kerfi sem heit­ir Veita.

  • Allt á ein­um stað

    Mos­fells­bær hef­ur unn­ið að því að ein­falda um­sókn­ar­ferli og inn­rit­un fyr­ir vetr­ar- og sum­ar­frístund, mötu­neyti grunn­skóla og vinnu­skól­ann.

  • Sta­f­rænt vinnu­afl tek­ið til starfa

    Þeg­ar sta­f­rænt vinnu­afl tók til starfa hjá Mos­fells­bæ í fyrsta sinn í lok júlí síð­ast­liðn­um má segja að mörk­uð hafi ver­ið tíma­mót í sögu Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00