Almennt sorp er tæmt á ca. 10 daga fresti og pappírstunnur á ca. 21 dags fresti.
Sorphirðudagatal
Mars
- 2. – 3. mars: Endurvinnslutunna
- 6. – 7. mars: Almennt
- 16. – 17. mars: Almennt
- 23. – 24. mars: Endurvinnslutunna
- 27. – 28. mars: Almennt
Apríl
- 5. – 6. apríl: Almennt
- 14. – 15. apríl: Endurvinnslutunna
- 17. – 18. apríl: Almennt
- 27. – 28. apríl: Almennt
Maí
- 5. – 6. maí: Endurvinnslutunna
- 8. – 9. maí: Almennt
- 18. – 19. maí: Almennt
- 25. – 26. maí: Endurvinnslutunna
- 30. – 31. maí: Almennt
Verktakar á vegum Mosfellsbæjar sjá um tæmingu á heimilissorpi.
Best er að sorptunnurnar séu geymdar í þar til gerðum sorpgeymslum/-skýlum, stutt frá götu til að einfalda störf sorphirðufólks.
Þjónusta
- Gleymdist að tæma sorptunnu skv. sorphirðudagatali?
- Vantar lok eða tappa á sorptunnu?
- Þarf að panta auka sorptunnu?*
*Kostnaður fyrir hverja auka sorptunnu er kr. 49.000 og kr. 98.000 fyrir gám.
Sendu inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Við hvert heimili í Mosfellsbæ eiga að vera 2 sorptunnur, ein svört tunna fyrir almennt sorp og plast (í lokuðum plastpoka) og ein blá tunna fyrir pappír og pappa. Tunnurnar eru 240 lítra. Í fjölbýlishúsum er reiknað með tveimur 660 l gámum fyrir hverjar 3 íbúðir, þ.e. einn svartur fyrir almennt sorp og plast og svo einn blár fyrir pappír.
Þegar flutt er í ný hús þarf að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 eða nota ábendingakerfið til að panta nýjar tunnur. Við eldri hús eiga þegar að vera tunnur. Hægt er að sækja um gráa eða bláa aukatunnu í ábendingakerfinu og er greitt fyrir þær skv. gjaldskrá Mosfellsbæjar. Ef tunnur skemmast er hægt er að panta varahluti eða nýja tunnu í ábendingakerfinu.
Íbúar sjá sjálfir um að:
- Þrífa sorptunnur
- Aðgengi að sorptunnum sé gott
- Moka snjó frá sorptunnum og út að götu svo sorphirða geti gengið eðlilega fyrir sig
Sorppokar sem eru fyrir utan tunnuna eru ekki teknir nema beðið sé sérstaklega um það.
Mikilvægt er að íbúar flokki rétt í sínar tunnur og tekur sorphirðuaðili ekki þær tunnur sem eru með öðrum úrgangi en til er ætlast.
Sumarið 2023 ganga í gildi nýjar reglur um sorphirðu á landinu og verða þær samræmdar fyrir höfuðborgarsvæðið. Þá verður krafa um sérsöfnun á fjórum sorpflokkum við heimili; plast, pappír, lífrænt sorp og óflokkað. Íbúar munu hafa val um fjölda sorptunna þar sem einnig verða í boði tvískiptar tunnur. Innleiðing mun líklega hefjast á vormánuðum 2023 og verður kynnt sérstaklega þegar nær dregur.
Gjaldskrá
Grenndargámar
- Bogatangi
- Langitangi
- Skeiðholt
- Dælustöðvarvegur
Útvíkkun og endurskoðun á grenndargámakerfinu er stöðugt í gangi.
Vinsamlega athugið að rafhlöðum, raftækjum og spilliefnum skal skilað á næstu endurvinnslustöð.
Rusladallar
Um 80 rusladallar eru staðsettir á opnum svæðum og við gönguleiðir í Mosfellsbæ. Þeir eru tæmdir og yfirfarnir í hverri viku, á mánudögum og föstudögum.