Sorphirðudagatal
Hirðutíðni er 14 dagar fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og 21 dagur fyrir pappír/pappa og plastumbúðir.
Djúpgámar eru tæmdir á eftirfarandi dögum í ágúst:
- Almennt/lífrænt: 2., 16. og 30. ágúst
- Pappír/plast: 20. ágúst
Sorphirða eftir hverfum
október - 2024
Verktakar á vegum Mosfellsbæjar sjá um tæmingu á heimilissorpi.
Best er að sorptunnurnar séu geymdar í þar til gerðum sorpgeymslum/-skýlum, stutt frá götu til að einfalda störf sorphirðufólks. Athugið ódýrar lausnir eins og keðjur og teygju sem hægt er að nota til að festa tunnur við skýli.
Mikilvægt varðandi sorphirðu
Íbúar sjá sjálfir um að:
- Þrífa sorptunnur
- Aðgengi að sorptunnum sé gott
- Moka snjó frá sorptunnum og út að götu svo sorphirða geti gengið eðlilega fyrir sig
Athugið að sorp sem er fyrir utan ílátin er ekki hirt.
Mikilvægt er að íbúar flokki rétt í sínar tunnur eða önnur ílát fyrir sorp.
Sorphirðuaðili mun ekki hirða ílát sem eru með öðrum úrgangi en það sem merkingar þeirra segja til um.
Ábendingar og fyrirspurnir
Í ábendingakerfi Mosfellsbæjar undir flokknum rusl & sorphirða er leið til að koma með ábendingar og fyrirspurnir tengdar sorphirðu.
Sorpílát
Sé óskað eftir sorpílátum við ný húsnæði, sem flutt er í eða að breyta fjölda eða tegund sorpíláta við húsnæði þarf að skrá sig inn á þjónustugátt Mosfellsbæjar og fylla út umsókn um breytingar eða viðbætur á ílátum vegna sorphirðu.
Athugið að frá áramótum 2024 er greitt fyrir þau sorpílát sem eru við húsnæði, sjá gjaldskrá fyrir sorphirðu.
Fyrirkomulag íláta við sérbýli
- 240 lítra tvískipta fyrir matarleifar (40%) og blandaðan úrgang (60%)
- 240 lítra tunna fyrir pappír/pappa
- 240 lítra tunna fyrir plastumbúðir
Fyrir fámenn sérbýli, þar sem einn eða tveir búa, er hægt að sækja um tvískipta tunnu fyrir pappír/pappa (60%) og plastumbúðir (40%).
Fyrir fjölmenn sérbýli geta íbúar óskað eftir fjórum tunnum eða sérstakri tunnu fyrir hvern úrgangsflokk.
Fyrirkomulag íláta við fjölbýli
- 140 lítra tunna fyrir matarleifar
- tunna eða kar fyrir blandaðan úrgang
- tunna eða kar fyrir pappír/pappa
- tunna eða kar fyrir plastumbúðir
Fjöldi tunna af hverri gerð fer eftir stærð fjölbýlis en hvatt er til þess að íbúar flokki og séu þannig með sem minnst magn af blönduðum úrgangi.
Sérstakir bréfpokar fyrir matarleifar verða til afhendingar á Endurvinnslustöðvum Sorpu og til sölu í helstu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má nota aðra gerðir af pokum eða tunnum undir matarleifar.
Allar tunnur eiga að vera með greinilegum merkingum sem samræmdar er á höfuðborgarsvæðinu.
Ef tunnur skemmast er hægt að panta varahluti eða nýja tunnu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Grenndarstöðvar
- Bogatangi
- Langitangi
- Dælustöðvarvegur
- Vogatunga
Útvíkkun og endurskoðun á grenndarstöðvum er stöðugt í gangi.
Íbúar athugið að málmgámur er nú eingöngu á grenndarstöðinni við Bogatanga.
Fyrirhugað er að málmgámar verði á öllum grenndarstöðvum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og er áætlað að þeir verði komnir í notkun í febrúar 2024.
Vinsamlega athugið að rafhlöðum, raftækjum og spilliefnum skal skilað á næstu endurvinnslustöð.
Rusladallar
Um 80 rusladallar eru staðsettir á opnum svæðum og við gönguleiðir í Mosfellsbæ. Þeir eru tæmdir og yfirfarnir í hverri viku, á mánudögum og föstudögum.