Heimilissorp er sótt að jafnaði á tíu daga fresti og pappírstunnur eru tæmdar þriðju hverja viku.
Sorphirðudagatal
Verktakar sjá um sorphirðu á heimilissorpi í Mosfellsbæ. Meðhöndlun sorpsins er á vegum Sorpu bs.
Þjónusta
- Gleymdist að tæma sorptunnu skv. sorphirðudagatali?
- Vantar lok eða tappa á sorptunnu?
- Þarf að panta auka sorptunnu?*
*Kostnaður fyrir hverja auka sorptunnu er kr. 49.000 og kr. 98.000 fyrir gám.
Sendu inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Gjaldskrá
Hverju á að henda í hvaða tunnu?
Við öll heimili eru tvenns konar sorptunnur, grá fyrir almennt sorp og plast og blá fyrir pappírs- og pappaúrgang.
Grenndargámar
- Bogatangi
- Langitangi
- Skeiðholt
- Dælustöðvarvegur
Útvíkkun og endurskoðun á grenndargámakerfinu er stöðugt í gangi.
Vinsamlega athugið að rafhlöðum, raftækjum og spilliefnum skal skilað á næstu endurvinnslustöð.
Rusladallar
Um 80 rusladallar eru staðsettir á opnum svæðum og við gönguleiðir í Mosfellsbæ. Þeir eru tæmdir og yfirfarnir í hverri viku, á mánudögum og föstudögum.