Sorphirðudagatal
Vegna nýja úrgangsflokkunarkerfisins og fjölgun tunna er hirðutíðni í 14 daga fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og 28 daga fyrir pappír/pappa og plastumbúðir.
September
- 1., 4. og 5. sept.: Almennt/lífrænt
- 6. – 8. sept.: Pappír/plast
- 15., 18. og 19. sept.: Almennt/lífrænt
- 29. sept.: Almennt/lífrænt
Október
- 2. – 3. okt.: Almennt/lífrænt
- 4. – 6. okt.: Pappír/plast
- 13., 16. og 17. okt.: Almennt/lífrænt
- 27., 30. og 31. okt.: Almennt/lífrænt
Verktakar á vegum Mosfellsbæjar sjá um tæmingu á heimilissorpi.
Best er að sorptunnurnar séu geymdar í þar til gerðum sorpgeymslum/-skýlum, stutt frá götu til að einfalda störf sorphirðufólks. Athugið ódýrar lausnir eins og keðjur og teygju sem hægt er að nota til að festa tunnur við skýli.
Þjónusta
- Gleymdist að tæma sorptunnu skv. sorphirðudagatali?
- Vantar lok eða tappa á sorptunnu?
Ekki verður hægt að panta auka tunnur fyrr en með haustinu.
Í haust verður farið í að skoða fleiri mögulegar útfærslur á tunnum og þeir möguleikar sem hægt verður að bjóða uppá kynntir vel fyrir íbúum.
Sendu inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Eftir innleiðingu nýja úrgangsflokkunarkerfisins ber íbúum skv. lögum að safna fjórum flokkum við húsvegg.
Öll heimili fá afhentar plastkörfur og bréfpoka fyrir matarleifar með nýju tunnunni. Bréfpokarnir verða án endurgjalds fyrir íbúa út árið 2023.
Hvert sérbýli verður með þrjár tunnur:
- 240 lítra tvískipta fyrir matarleifar (40%) og blandaðan úrgang (60%)
- 240 lítra bláa tunnu fyrir pappír/pappa
- 240 lítra grá tunnu fyrir plastumbúðir
Við fjölbýli verður 140 lítra brún tunna eða tunnur eftir stærð fjölbýlis. Bláar tunnur verða fyrir pappír/pappa, gráar tunnur fyrir plastumbúðir og gráar tunnur fyrir blandaðan úrgang.
Allar tunnur eiga að vera með greinilegum merkingum sem samræmdar er á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar flutt er í ný hús þarf að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 eða nota ábendingakerfið til að panta nýjar tunnur. Ef tunnur skemmast er hægt er að panta varahluti eða nýja tunnu í ábendingakerfinu.
Íbúar sjá sjálfir um að:
- Þrífa sorptunnur
- Aðgengi að sorptunnum sé gott
- Moka snjó frá sorptunnum og út að götu svo sorphirða geti gengið eðlilega fyrir sig
Athugið að sorppokar sem eru fyrir utan tunnuna eru ekki teknir nema beðið sé sérstaklega um það.
Mikilvægt er að íbúar flokki rétt í sínar tunnur og tekur sorphirðuaðili ekki þær tunnur sem eru með öðrum úrgangi en til er ætlast.
Gjaldskrá
Grenndargámar
- Bogatangi
- Langitangi
- Dælustöðvarvegur
- Vogatunga
Útvíkkun og endurskoðun á grenndarstöðvum er stöðugt í gangi.
Íbúar athugið að málmgámur er nú eingöngu á grenndarstöðinni við Bogatanga.
Fyrirhugað er að málmgámar verði á öllum grenndarstöðvum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og er áætlað að þeir verði komnir í notkun í febrúar 2024.
Vinsamlega athugið að rafhlöðum, raftækjum og spilliefnum skal skilað á næstu endurvinnslustöð.
Rusladallar
Um 80 rusladallar eru staðsettir á opnum svæðum og við gönguleiðir í Mosfellsbæ. Þeir eru tæmdir og yfirfarnir í hverri viku, á mánudögum og föstudögum.