Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Al­mennt sorp er tæmt á ca. 10 daga fresti og papp­írstunn­ur á ca. 21 dags fresti.

Sorp­hirðu­da­ga­tal

Mars

 • 2. – 3. mars: End­ur­vinnslut­unna
 • 6. – 7. mars: Al­mennt
 • 16. – 17. mars: Al­mennt
 • 23. – 24. mars: End­ur­vinnslut­unna
 • 27. – 28. mars: Al­mennt

Apríl

 • 5. – 6. apríl: Al­mennt
 • 14. – 15. apríl: End­ur­vinnslut­unna
 • 17. – 18. apríl: Al­mennt
 • 27. – 28. apríl: Al­mennt

Maí

 • 5. – 6. maí: End­ur­vinnslut­unna
 • 8. – 9. maí: Al­mennt
 • 18. – 19. maí: Al­mennt
 • 25. – 26. maí: End­ur­vinnslut­unna
 • 30. – 31. maí: Al­mennt

Verk­tak­ar á veg­um Mos­fells­bæj­ar sjá um tæm­ingu á heim­il­iss­orpi.

Best er að sorptunn­urn­ar séu geymd­ar í þar til gerð­um sorp­geymsl­um/-skýl­um, stutt frá götu til að ein­falda störf sorp­hirðu­fólks.


Þjón­usta

 • Gleymd­ist að tæma sorptunnu skv. sorp­hirðu­da­ga­tali?
 • Vant­ar lok eða tappa á sorptunnu?
 • Þarf að panta auka sorptunnu?*

*Kostn­að­ur fyr­ir hverja auka sorptunnu er kr. 49.000 og kr. 98.000 fyr­ir gám.

Sendu inn ábend­ingu í gegn­um ábend­inga­kerfi Mos­fells­bæj­ar.

Við hvert heim­ili í Mos­fells­bæ eiga að vera 2 sorptunn­ur, ein svört tunna fyr­ir al­mennt sorp og plast (í lok­uð­um plast­poka) og ein blá tunna fyr­ir papp­ír og pappa. Tunn­urn­ar eru 240 lítra. Í fjöl­býl­is­hús­um er reikn­að með tveim­ur 660 l gám­um fyr­ir hverj­ar 3 íbúð­ir, þ.e. einn svart­ur fyr­ir al­mennt sorp og plast og svo einn blár fyr­ir papp­ír.

Þeg­ar flutt er í ný hús þarf að hafa sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700 eða nota ábend­inga­kerf­ið til að panta nýj­ar tunn­ur. Við eldri hús eiga þeg­ar að vera tunn­ur. Hægt er að sækja um gráa eða bláa auka­tunnu í ábend­inga­kerf­inu og er greitt fyr­ir þær skv. gjald­skrá Mos­fells­bæj­ar. Ef tunn­ur skemm­ast er hægt er að panta vara­hluti eða nýja tunnu í ábend­inga­kerf­inu.

Íbú­ar sjá sjálf­ir um að:

 • Þrífa sorptunn­ur
 • Að­gengi að sorptunn­um sé gott
 • Moka snjó frá sorptunn­um og út að götu svo sorp­hirða geti geng­ið eðli­lega fyr­ir sig

Sorppok­ar sem eru fyr­ir utan tunn­una eru ekki tekn­ir nema beð­ið sé sér­stak­lega um það.

Mik­il­vægt er að íbú­ar flokki rétt í sín­ar tunn­ur og tek­ur sorp­hirðu­að­ili ekki þær tunn­ur sem eru með öðr­um úr­gangi en til er ætl­ast.

Sumar­ið 2023 ganga í gildi nýj­ar regl­ur um sorp­hirðu á land­inu og verða þær sam­ræmd­ar fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þá verð­ur krafa um sér­söfn­un á fjór­um sorp­flokk­um við heim­ili; plast, papp­ír, líf­rænt sorp og óflokk­að. Íbú­ar munu hafa val um fjölda sorpt­unna þar sem einnig verða í boði tví­skipt­ar tunn­ur. Inn­leið­ing mun lík­lega hefjast á vor­mán­uð­um 2023 og verð­ur kynnt sér­stak­lega þeg­ar nær dreg­ur.


Gjald­skrá


Grennd­argám­ar

 • Bo­ga­tangi
 • Langi­tangi
 • Skeið­holt
 • Dælu­stöðv­arveg­ur

Út­víkk­un og end­ur­skoð­un á grennd­argáma­kerf­inu er stöð­ugt í gangi.

Vin­sam­lega at­hug­ið að raf­hlöð­um, raf­tækj­um og spilli­efn­um skal skil­að á næstu end­ur­vinnslu­stöð.


Rusladall­ar

Um 80 rusladall­ar eru stað­sett­ir á opn­um svæð­um og við göngu­leið­ir í Mos­fells­bæ. Þeir eru tæmd­ir og yf­ir­farn­ir í hverri viku, á mánu­dög­um og föstu­dög­um.


Regl­ur og sam­þykkt­ir