Mosfellsbær hefur unnið að því að einfalda umsóknarferli og innritun fyrir vetrar- og sumarfrístund, mötuneyti grunnskóla og vinnuskólann.
Þær umsóknir eru nú komnar í eitt og sama umsóknarkerfið sem heitir Vala og er þetta gert til að einfalda umsýslu, gera upplýsingaflæði skilvirkara og auka heildaryfirsýn svo eitthvað sé nefnt.
„Markmiðið með þessu er að auka sjálfvirkni og gagnsæi í umsóknarferlinu og er það von Mosfellsbæjar að forráðamenn barna- og ungmenna upplifi það. Þá erum við að vinna í því að koma fleiri umsóknum í þennan farveg.“
– Magnea Steinunn Ingimundardóttir, verkefnastjóri skrifstofu fræðslu- og frístundasviðs
Tengt efni
Stafræn umsókn um fjárhagsaðstoð með sjálfvirkri gagnaöflun
Síðastliðið vor innleiddi Mosfellsbær stafrænt umsóknarferli um fjárhagsaðstoð í gegnum kerfi sem heitir Veita.
Stafrænt vinnuafl tekið til starfa
Þegar stafrænt vinnuafl tók til starfa hjá Mosfellsbæ í fyrsta sinn í lok júlí síðastliðnum má segja að mörkuð hafi verið tímamót í sögu Mosfellsbæjar.
Stafræn framþróun í Mosfellsbæ
Mosfellsbær vinnur að innleiðingu stafrænna lausna.