Mosfellsbær hefur unnið að því að einfalda umsóknarferli og innritun fyrir vetrar- og sumarfrístund, mötuneyti grunnskóla og vinnuskólann.
Þær umsóknir eru nú komnar í eitt og sama umsóknarkerfið sem heitir Vala og er þetta gert til að einfalda umsýslu, gera upplýsingaflæði skilvirkara og auka heildaryfirsýn svo eitthvað sé nefnt.
„Markmiðið með þessu er að auka sjálfvirkni og gagnsæi í umsóknarferlinu og er það von Mosfellsbæjar að forráðamenn barna- og ungmenna upplifi það. Þá erum við að vinna í því að koma fleiri umsóknum í þennan farveg.“
– Magnea Steinunn Ingimundardóttir, verkefnastjóri skrifstofu fræðslu- og frístundasviðs
Tengt efni
Þrjár nýjar stafrænar lausnir á vef Mosfellsbæjar
Stafræn umbreyting hefur verið sett í forgang hjá Mosfellsbæ og nú þegar hafa alls 14 stafrænar lausnir verið innleiddar.
Nýtt stafrænt ár hafið af krafti
Stafræn verkefni voru unnin af krafti árið 2023 þegar meðal annars 11 ný stafræn verkefni voru innleidd.
Stafræn umsókn um fjárhagsaðstoð með sjálfvirkri gagnaöflun
Síðastliðið vor innleiddi Mosfellsbær stafrænt umsóknarferli um fjárhagsaðstoð í gegnum kerfi sem heitir Veita.