Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. nóvember 2023

Síð­ast­lið­ið vor inn­leiddi Mos­fells­bær sta­f­rænt um­sókn­ar­ferli um fjár­hags­að­stoð í gegn­um kerfi sem heit­ir Veita.

Mark­mið­ið var að ein­falda og bæta þjón­ustu við not­end­ur með því að fækka skref­um í um­sókn­ar­ferl­inu og tryggja ör­yggi og stöð­ug­leika við um­sýslu um­sókna.

Sta­f­rænt um­sókn­ar­ferli fel­ur í sér sjálf­virka gagna­öflun frá Þjóð­skrá og Skatt­in­um, sem ein­fald­ar ferl­ið fyr­ir um­sækj­end­ur. Um­sækj­end­ur geta fylgst með stöðu um­sókn­ar sinn­ar inn á Veitu og geta nú séð áætl­að­an rétt sinn til fjár­hags­að­stoð­ar strax í um­sókn­ar­ferl­inu.

Mik­ið hagræði hef­ur einn­ig skap­ast fyr­ir starfs­fólk vel­ferð­ar­sviðs með þessu nýja verklagi, má þar helst nefna tímasparn­að, hrað­ari af­greiðslu og minnk­un á papp­írs­notk­un svo um mun­ar.

„Flest­ar um­sókn­ir sem mót­tekn­ar eru í dag um fjár­hags­að­stoð berast í gegn­um Veitu. Reynsla síð­ustu mán­aða hef­ur sýnt okk­ur að um­sókn­ar­ferl­ið hef­ur ein­faldast, um­sækj­end­ur eru al­mennt ánægð­ir, gagna­öflun er ör­ugg­ari og af­greiðslu­ferli um­sókna er skil­virk­ara.“

– Krist­björg Hjalta­dótt­ir, stjórn­andi fé­lags­þjón­ustu á vel­ferð­ar­sviði Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00