Síðastliðið vor innleiddi Mosfellsbær stafrænt umsóknarferli um fjárhagsaðstoð í gegnum kerfi sem heitir Veita.
Markmiðið var að einfalda og bæta þjónustu við notendur með því að fækka skrefum í umsóknarferlinu og tryggja öryggi og stöðugleika við umsýslu umsókna.
Stafrænt umsóknarferli felur í sér sjálfvirka gagnaöflun frá Þjóðskrá og Skattinum, sem einfaldar ferlið fyrir umsækjendur. Umsækjendur geta fylgst með stöðu umsóknar sinnar inn á Veitu og geta nú séð áætlaðan rétt sinn til fjárhagsaðstoðar strax í umsóknarferlinu.
Mikið hagræði hefur einnig skapast fyrir starfsfólk velferðarsviðs með þessu nýja verklagi, má þar helst nefna tímasparnað, hraðari afgreiðslu og minnkun á pappírsnotkun svo um munar.
„Flestar umsóknir sem mótteknar eru í dag um fjárhagsaðstoð berast í gegnum Veitu. Reynsla síðustu mánaða hefur sýnt okkur að umsóknarferlið hefur einfaldast, umsækjendur eru almennt ánægðir, gagnaöflun er öruggari og afgreiðsluferli umsókna er skilvirkara.“
– Kristbjörg Hjaltadóttir, stjórnandi félagsþjónustu á velferðarsviði Mosfellsbæjar
Tengt efni
Þrjár nýjar stafrænar lausnir á vef Mosfellsbæjar
Stafræn umbreyting hefur verið sett í forgang hjá Mosfellsbæ og nú þegar hafa alls 14 stafrænar lausnir verið innleiddar.
Nýtt stafrænt ár hafið af krafti
Stafræn verkefni voru unnin af krafti árið 2023 þegar meðal annars 11 ný stafræn verkefni voru innleidd.
Allt á einum stað
Mosfellsbær hefur unnið að því að einfalda umsóknarferli og innritun fyrir vetrar- og sumarfrístund, mötuneyti grunnskóla og vinnuskólann.