Síðastliðið vor innleiddi Mosfellsbær stafrænt umsóknarferli um fjárhagsaðstoð í gegnum kerfi sem heitir Veita.
Markmiðið var að einfalda og bæta þjónustu við notendur með því að fækka skrefum í umsóknarferlinu og tryggja öryggi og stöðugleika við umsýslu umsókna.
Stafrænt umsóknarferli felur í sér sjálfvirka gagnaöflun frá Þjóðskrá og Skattinum, sem einfaldar ferlið fyrir umsækjendur. Umsækjendur geta fylgst með stöðu umsóknar sinnar inn á Veitu og geta nú séð áætlaðan rétt sinn til fjárhagsaðstoðar strax í umsóknarferlinu.
Mikið hagræði hefur einnig skapast fyrir starfsfólk velferðarsviðs með þessu nýja verklagi, má þar helst nefna tímasparnað, hraðari afgreiðslu og minnkun á pappírsnotkun svo um munar.
„Flestar umsóknir sem mótteknar eru í dag um fjárhagsaðstoð berast í gegnum Veitu. Reynsla síðustu mánaða hefur sýnt okkur að umsóknarferlið hefur einfaldast, umsækjendur eru almennt ánægðir, gagnaöflun er öruggari og afgreiðsluferli umsókna er skilvirkara.“
– Kristbjörg Hjaltadóttir, stjórnandi félagsþjónustu á velferðarsviði Mosfellsbæjar
Tengt efni
Allt á einum stað
Mosfellsbær hefur unnið að því að einfalda umsóknarferli og innritun fyrir vetrar- og sumarfrístund, mötuneyti grunnskóla og vinnuskólann.
Stafrænt vinnuafl tekið til starfa
Þegar stafrænt vinnuafl tók til starfa hjá Mosfellsbæ í fyrsta sinn í lok júlí síðastliðnum má segja að mörkuð hafi verið tímamót í sögu Mosfellsbæjar.
Stafræn framþróun í Mosfellsbæ
Mosfellsbær vinnur að innleiðingu stafrænna lausna.