Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. febrúar 2016

Aug­lýst er til um­sókn­ar fyr­ir ung­menni í 9. bekk í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar að taka þátt í ung­linga­móti nor­rænna vina­bæja Mos­fells­bæj­ar.

Vina­bæ­irn­ir eru Thisted, Uddevalla, Loimaa og Skien auk Mos­fells­bæj­ar.

Í ár er mót­ið hald­ið í Thisted í Dan­mörku dag­ana 13. -17. ág­úst 2016. Á sama tíma er hald­in vina­bæja­ráð­stefna.

Þema er íþrótt­ir og sam­skipti með áherslu á jaðarí­þrótt­ir og mynd­bands­upp­tök­ur.

Ra­f­rænni um­sókn skal skila fyr­ir 1. apríl 2016. Með um­sókn þarf að fylgja um­sögn kenn­ara eða ann­ars leið­bein­anda.

Fjór­ir þátt­tak­end­ur, tveir úr hvor­um skóla.

Mark­mið­ið með verk­efn­inu er að efla nor­ræna sam­kennd og sam­vinnu og efla sam­skipti með­al ung­menna í vina­bæj­un­um. Þess vegna er mik­il­vægt að um­sækj­and­inn sé sjálf­stæð­ur, með góða færni í mann­leg­um sam­skipt­um og geti tjáð sig á ein­hverju norð­ur­landa­mál­anna og/eða ensku.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veita Edda R. Dav­íðs­dótt­ir tóm­stunda­full­trúi í síma 525-6700 og Helga Jóns­dótt­ir deild­ar­stjóri í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í síma 566-6822.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00