Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. febrúar 2021

Mos­fells­bær er hluti af vina­bæj­ar­keðju með Thisted í Dan­mörku, Uddevalla í Sví­þjóð, Skien í Nor­egi og Loimaa í Finn­landi og eru vina­bæj­armót hald­in ann­að hvert ár til skipt­is í bæj­un­um.

Til stóð að Loimaa í Finn­landi héldi ráð­stefn­una sum­ar­ið 2020 en í ljósi heims­far­ald­urs var henni frestað. Ráð­stefn­an verð­ur dag­ana 1.-2. júní 2021 og verð­ur ra­fræn í fyrsta skipt­ið.

Sam­hliða ráð­stefn­unni verð­ur menn­ing­ar­verk­efn­ið NART (Nord­ic Art) og verð­ur það einn­ig ra­f­rænt eins og ráð­stefn­an. Að þessu sinni er ver­ið að leita að tveim­ur lista­mönn­um frá hverju landi inn­an vina­bæj­ar­keðj­unn­ar sem starfa inn­an sjón- og tón­list­ar.

NART 2021 er ætlað að tengja sam­an fag­fólk inn­an sjón- og tón­list­ar frá vina­bæj­un­um fimm.

Það lista­fólk sem hef­ur áhuga á að taka þátt í verk­efn­inu fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar geta sent inn skrif­lega um­sókn með rök­stuðn­ingi fyr­ir hæfi til þátt­töku á skipu­leggj­end­ur í Finn­landi í gegn­um net­fang­ið tai­detalo@loimaa.fi eða á net­fang Mos­fells­bæj­ar mos@mos.is.

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 28. fe­brú­ar 2021.

Mynd: NART menn­ing­ar­verk­efni á vina­bæj­ar­ráð­stefnu í Mos­fells­bæ 2018.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00