Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. júní 2024

Aug­lýst er til um­sókn­ar fyr­ir ung­menni í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar fædd 2009 að taka þátt í ung­linga­móti nor­rænna vina­bæja Mos­fells­bæj­ar.

Vina­bæ­irn­ir eru Thisted í Dan­mörku, Uddevalla í Sví­þjóð, Loimaa í Finn­landi og Skien í Nor­egi auk Mos­fells­bæj­ar.

Í ár er mót­ið hald­ið í Uddevalla dag­ana 17. – 20. sept­em­ber. Á sama tíma er hald­in vina­bæja­ráð­stefna. Þema ung­linga­móts­ins er sirkúslist­ir.

„Hvort sem þú ert byrj­andi eða van­ur, þá er eitt­hvað fyr­ir alla! Sirk­us­inn krefst ekki sér­stakr­ar færni, lærðu grunn­atrið­in í jöggli, próf­aðu silki­loft­fim­leika eða farðu í trap­is­una und­ir leið­sögn reyndra kenn­ara. Þér mun líða eins og sönn­um sirku­slista­manni áður en búð­un­um lýk­ur!“

Sótt er um á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar. Um­sókn skal skilað fyr­ir 1. júlí 2024. Með um­sókn þarf að fylgja um­sögn kenn­ara eða ann­ars leið­bein­anda.

Mark­mið­ið með verk­efn­inu er að efla nor­ræna sam­kennd og sam­vinnu og efla sam­skipti með­al ung­menna í vina­bæj­un­um. Þess vegna er mik­il­vægt að um­sækj­and­inn sé sjálf­stæð­ur, með góða færni í mann­leg­um sam­skipt­um og geti tjáð sig á ein­hverju norð­ur­landa­mál­anna og/eða ensku

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Auð­ur Hall­dórs­dótt­ir, audur@mos.is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00