Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í grunnskólum Mosfellsbæjar fædd 2009 að taka þátt í unglingamóti norrænna vinabæja Mosfellsbæjar.
Vinabæirnir eru Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Loimaa í Finnlandi og Skien í Noregi auk Mosfellsbæjar.
Í ár er mótið haldið í Uddevalla dagana 17. – 20. september. Á sama tíma er haldin vinabæjaráðstefna. Þema unglingamótsins er sirkúslistir.
„Hvort sem þú ert byrjandi eða vanur, þá er eitthvað fyrir alla! Sirkusinn krefst ekki sérstakrar færni, lærðu grunnatriðin í jöggli, prófaðu silkiloftfimleika eða farðu í trapisuna undir leiðsögn reyndra kennara. Þér mun líða eins og sönnum sirkuslistamanni áður en búðunum lýkur!“
Sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Umsókn skal skilað fyrir 1. júlí 2024. Með umsókn þarf að fylgja umsögn kennara eða annars leiðbeinanda.
Sækja um á þjónustugátt:
Markmiðið með verkefninu er að efla norræna samkennd og samvinnu og efla samskipti meðal ungmenna í vinabæjunum. Þess vegna er mikilvægt að umsækjandinn sé sjálfstæður, með góða færni í mannlegum samskiptum og geti tjáð sig á einhverju norðurlandamálanna og/eða ensku
Allar nánari upplýsingar veitir Auður Halldórsdóttir, audur@mos.is.
Tengt efni
Opnað fyrir umsóknir um þátttöku í rafræna menningarverkefninu NART á rafrænni vinabæjarráðstefnu 2021
Mosfellsbær er hluti af vinabæjarkeðju með Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi og Loimaa í Finnlandi og eru vinabæjarmót haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum.
Vinabæjaráðstefna 2018
Vinabæjaráðstefna var haldin í Mosfellsbæ dagana 16. – 17. ágúst.
Vinabæjarráðstefna í Mosfellsbæ 16. - 17. ágúst 2018
Vinabæjarráðstefna verður haldin í Mosfellsbæ dagana 16. – 17. ágúst næstkomandi.