Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um þátt­töku ungs fólks í ung­linga­verk­efni vina­bæja.

1. gr.

Ann­að hvert ár geta ung­menni í 9. bekk í Mosells­bæ og með lög­heim­ili í bæn­um sótt um þátt­töku í ung­linga­verk­efni – ung­linga­móti nor­rænna vina­bæja Mos­fells­bæj­ar. Vina­bæ­irn­ir eru Thisted, Uddevalla, Loimaa og Skien auk Mos­fells­bæj­ar.

2. gr.

Tíma­setn­ing mót­anna er ým­ist í byrj­un sum­ars eða í ág­úst; á sama tíma og vina­bæja­ráð­stefn­ur. Bæ­irn­ir skipt­ast á að vera gest­gjaf­ar skv. sam­þykkt­um vina­bæja­sam­starfs­ins. Á ung­linga­mót­um hitt­ast ung­menni frá vina­bæj­un­um fimm ásamt hóp­stjór­um og vinna sam­an að ýms­um menn­ing­ar- og frí­stunda­tengd­um verk­efn­um.

3. gr.

Markmið með verk­efn­inu er að efla nor­ræna sam­kennd og sam­vinnu og að efla sam­skipti milli ung­menna í vina­bæj­un­um.

4. gr.

Horft er til eft­ir­tal­inna at­riða þeg­ar þátt­tak­end­ur eru vald­ir:

  • Um­sækj­andi þarf að geta tjáð sig á nor­rænu tungu­máli eða ensku.
  • Um­sækj­andi þarf að vera fé­lags­lega sjálf­stæð­ur og hafa góða færni í mann­leg­um sam­skipt­um og sam­vinnu.
  • Áhersla er lögð á að um­sækj­end­ur séu kurt­eis­ir, hafi góða fram­komu og hlíti í hví­vetna sett­um regl­um. Þeir eru full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar á er­lendri grund.
  • Um­sögn kenn­ara eða ann­ars leið­bein­anda þarf að fylgja með um­sókn.
  • Í um­sögn þurfa að koma fram upp­lýs­ing­ar um hæfi­leika, virkni og fram­komu um­sækj­anda.
  • Reynt er að gæta jafn­ræð­is við val á þátt­tak­end­um, bæði hvað varð­ar kyn­ferði og skóla.

5. gr.

Tóm­stunda­full­trúi ber ábyrgð á vali ein­stak­linga á grund­velli 4. grein­ar. Það val fer fram að höfðu sam­ráði við verk­efn­is­stjóra vina­bæja­sam­starfs, Ból­ið – fé­lags­mið­stöð, skóla og/eða leið­bein­enda, eft­ir því sem við á.

6. gr.

Mos­fells­bær greið­ir ferða­kostn­að þátt­tak­enda en gest­gjafa­bær­inn býð­ur gist­ingu og uppi­hald.

7. gr.

Íbú­ar eða stofn­an­ir bæj­ar­ins skulu með ein­hverj­um hætti njóta afrakst­urs af verk­um þátt­tak­enda á næsta skóla­ári eft­ir verk­efni, þeg­ar svo á við. Skal það gert í sam­ráði við tóm­stunda­svið Mos­fells­bæj­ar.

1. fe­brú­ar 2016.