Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í 9. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar að taka þátt í unglingaverkefni norrænna vinabæja Mosfellsbæjar.
Vinabæirnir eru Thisted, Uddevalla, Mosfellsbær, Loimaa og Skien.
Staðsetning unglingaverkefnisins í ár er í Loimaa vinabæ okkar í Finnlandi dagana 11. – 16. júní 2015.
Rafrænni umsókn skal skila fyrir 20. apríl 2015. Með umsókn þarf að fylgja umsögn kennara eða annars leiðbeinanda.
Markmiðið með verkefninu er að efla norræna samkennd og samvinnu og efla samskipti meðal ungmenna í vinabæjunum. Þess vegna er mikilvægt að umsækjandinn sé sjálfstæður, með góða færni í mannlegum samskiptum og geti tjáð sig á einhverju norðurlandamálanna og/eða ensku.
Allar nánari upplýsingar veita Edda R. Davíðsdóttir tómstundafulltrúi í síma 525-6700 og Helga Jónsdóttir deildarstjóri í Bókasafni Mosfellsbæjar í síma 566-6822.
Tengt efni
Unglingamót norrænna vinabæja 2024
Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í grunnskólum Mosfellsbæjar fædd 2009 að taka þátt í unglingamóti norrænna vinabæja Mosfellsbæjar.
Opnað fyrir umsóknir um þátttöku í rafræna menningarverkefninu NART á rafrænni vinabæjarráðstefnu 2021
Mosfellsbær er hluti af vinabæjarkeðju með Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi og Loimaa í Finnlandi og eru vinabæjarmót haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum.
Vinabæjaráðstefna 2018
Vinabæjaráðstefna var haldin í Mosfellsbæ dagana 16. – 17. ágúst.