Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. febrúar 2023

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt á fundi sín­um þann 01.02.2023 að kynna og aug­lýsa eft­ir­farand til­lögu sam­kvæmt 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Breyt­ing­ar­til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að stækka bygg­ing­areit til norð­urs, svo hann rúmi nýja við­bygg­ingu sem nú­ver­andi deili­skipu­lag heim­il­ar.

Fyr­ir­hug­uð er stækk­un og fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma, heim­ilt verð­ur að byggja allt að þrjár hæð­ir til sam­ræm­is við nú­ver­andi skipu­lag auk kjall­ara þar sem þörf þyk­ir. Heim­ild fyr­ir hjúkr­un­ar­rým­um fer úr 40 í 74. Áætlað er að gera við­bygg­ingu fyrsta áfanga á tveim­ur hæð­um. Mesta hæð húss verð­ur 12 m frá nú­ver­andi gólf­kóta og mið­ast hæð við mögu­leika þriðju hæð­ar. Áfram verð­ur að­al­að­koma að hjúkr­un­ar­heim­il­inu frá Langa­tanga en gert er ráð fyr­ir nýrri þjón­ustu­að­komu frá Skeið­holti. Í stað stæða inn­an lóð­ar skal taka mið af sam­nýt­ingu bíla­stæða á mið­bæj­arr­svæð­inu, stæði við Skeið­holt og Hlað­hamra. Hug­að verð­ur frek­ar að göngu­teng­in­um við svæð­ið.

Horf­ið er frá kröfu um 3 m háa hljóð­vörn á milli Langa­tanga og bíla­stæða hjúkr­un­ar­heim­il­is. Markmið breyt­ing­ar er að bæta ásýnd byggð­ar og götu­rým­is.

ATH. hús­kropp­ur á loft­mynd og í skugga­varpi er út­færsla til þess að sýna hugs­an­lega mestu áhrif ný­bygg­ing­ar á um­hverf­ið og mun lög­un taka breyt­ing­um við hönn­un húss.

Upp­drætt­ir og gögn eru einn­ig að­gengi­leg­ir í Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér breyt­ing­ar og gert at­huga­semd­ir. Skipu­lag­ið hef­ur ver­ið aug­lýst í Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu. Þau sem telja þörf á og vilja skila inn um­sögn eða at­huga­semd um skipu­lagstil­lög­una skulu gera það skrif­lega og senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

Breyt­ing­in er unn­in í sam­ræmi við skipu­lags­lýs­ingu sem kynnt var til um­sagn­ar frá 6. októ­ber til og með 24. októ­ber 2022.

At­huga­semda­frest­ur er frá 9. fe­brú­ar til og með 26. mars 2023.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00