Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt á fundi sínum þann 01.02.2023 að kynna og auglýsa eftirfarand tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingartillagan gerir ráð fyrir að stækka byggingareit til norðurs, svo hann rúmi nýja viðbyggingu sem núverandi deiliskipulag heimilar.
Fyrirhuguð er stækkun og fjölgun hjúkrunarrýma, heimilt verður að byggja allt að þrjár hæðir til samræmis við núverandi skipulag auk kjallara þar sem þörf þykir. Heimild fyrir hjúkrunarrýmum fer úr 40 í 74. Áætlað er að gera viðbyggingu fyrsta áfanga á tveimur hæðum. Mesta hæð húss verður 12 m frá núverandi gólfkóta og miðast hæð við möguleika þriðju hæðar. Áfram verður aðalaðkoma að hjúkrunarheimilinu frá Langatanga en gert er ráð fyrir nýrri þjónustuaðkomu frá Skeiðholti. Í stað stæða innan lóðar skal taka mið af samnýtingu bílastæða á miðbæjarrsvæðinu, stæði við Skeiðholt og Hlaðhamra. Hugað verður frekar að göngutenginum við svæðið.
Horfið er frá kröfu um 3 m háa hljóðvörn á milli Langatanga og bílastæða hjúkrunarheimilis. Markmið breytingar er að bæta ásýnd byggðar og göturýmis.
ATH. húskroppur á loftmynd og í skuggavarpi er útfærsla til þess að sýna hugsanlega mestu áhrif nýbyggingar á umhverfið og mun lögun taka breytingum við hönnun húss.
Uppdrættir og gögn eru einnig aðgengilegir í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér breytingar og gert athugasemdir. Skipulagið hefur verið auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Þau sem telja þörf á og vilja skila inn umsögn eða athugasemd um skipulagstillöguna skulu gera það skriflega og senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Breytingin er unnin í samræmi við skipulagslýsingu sem kynnt var til umsagnar frá 6. október til og með 24. október 2022.
Athugasemdafrestur er frá 9. febrúar til og með 26. mars 2023.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar