Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. júní 2023

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 8. júní 2023 að heim­ila leigu af­notareita í Leir­vogstungu­hverfi í sam­ræmi við sam­þykkt skipu­lag.

Skipu­lagi svæð­is­ins var breytt árið 2022 með það að mark­miði að aðliggj­andi hús og lóð­ir við bæj­ar­land geti feng­ið af­nota­svæði sem við­bót við garð eða lóð. Af­notareit­ir eru háð sér­stök­um skil­mál­um og tak­mörk­un­um í sam­ræmi við grein­ar­gerð skipu­lags­ins. Fyr­ir­komu­lag­ið gef­ur íbú­um kost á að nýta vannýtt svæði bet­ur. Af­nota­haf­ar geta mótað land og að­lag­að það lóð sinni. Svæði má girða af með ein­föld­um hætti og gróð­ur­setja. Af­notareit­ir gefa ekki aukn­ar bygg­ing­ar­heim­ild­ir húsa og þar má ekki reisa eða fram­kvæma var­an­leg mann­virki, svo sem háa skjól­veggi eða garð­hýsi. Not af­notareita má ekki hafa skerð­andi eða trufl­andi áhrif fyr­ir aðra í hverf­inu.

Á sam­þykkt­um skipu­lags­upp­drætti má sjá hvar af­notareiti er að finna og get­ur aðliggj­andi lóð­ar­hafi sótt um svæði næst sinni lóð. Ein­greiðsla er fyr­ir reit­inn og gerð­ur verð­ur samn­ing­ur við hvern og einn lóð­ar­hafa. Mik­il­vægt er að gera samn­ing við sveit­ar­fé­lag­ið til þess að tryggja óum­deild­an rétt til af­nota. Reit­ir eru í sam­ræmi við skipu­lag og greitt eft­ir þeirri stærð sem þar er að finna. Fyr­ir 50 m2 og stærri reiti skal greiða 100.000 kr. en 80.000 kr. fyr­ir minni reit­ina, í sam­ræmi við sam­þykkt bæj­ar­ráðs. Í því verði er innifal­inn um­sýslu-, skjala­gerð­ar- og skipu­lags­gjald í sam­ræmi við sam­þykkta gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar.

Áhuga­sam­ir geta sent um­sókn um af­notareit á tölvu­póst­inn skipu­lag[hja]mos.is, haft verð­ur sam­band við alla að­ila og í fram­haldi boð­að til und­ir­rit­un­ar samn­ings um reiti.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00