Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júní 2023

Mos­fells­bær hef­ur skrif­að und­ir sam­starfs­samn­ing við Sam­tök­in ’78 um hinseg­in fræðslu, ráð­gjöf og stuðn­ing við nem­end­ur, að­stand­end­ur þeirra og starfs­fólk sveita­fé­lags­ins sem starfar með börn­um og ung­menn­um í skóla-, tóm­stunda- og íþrótt­a­starfi.

Með þess­um samn­ingi fá við­kom­andi að­il­ar ráð­gjöf Sam­tak­anna án end­ur­gjalds. Fræðsl­an er í formi er­inda fyr­ir allt starfs­fólk og nám­skeiða fyr­ir nem­end­ur og mun hefjast strax á haustönn 2023.

Hags­muna­sam­tök hinseg­in fólks hafa bent á að margskon­ar áreitni, hat­ursorð­ræða og of­beldi hef­ur auk­ist mjög í garð hinseg­in fólks. Einnig hafa frétt­ir af slíku of­beldi ver­ið í fjöl­miðl­um og til um­ræðu á sam­fé­lags­miðl­um. Mik­il­vægt er að bregð­ast við með auk­inni um­ræðu og fræðslu og vill Mos­fells­bær stíga þar nauð­syn­leg skref öll­um til heilla og í takti við mennta­stefnu sveita­fé­lags­ins. Leið­ar­ljós og grunn­stef mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar „Heim­ur­inn er okk­ar“ er að all­ir fái not­ið sín og að unn­ið skuli að vel­ferð barna og ung­menna með já­kvæð­um sam­skipt­um og vald­efl­ingu.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Daní­el E. Arn­ars­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ’78 skrif­uðu und­ir samn­ing­inn í dag 7. júní að við­stödd­um þeim Gunn­hildi Sæ­munds­dótt­ur sviðs­stjóra fræðslu­sviðs og Eddu Dav­íðs­dótt­ur, Jó­hönnu Magnús­dótt­ur og Ragn­heiði Ax­els­dótt­ur full­trú­um fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Samn­ing­ur­inn er til þriggja ára og greið­ir Mos­fells­bær rúm­lega 5 millj­ón­ir í heild­ina fyr­ir verk­efn­ið.

Tengt efni

  • Nýtt skipu­rit hjá Mos­fells­bæ tek­ur gildi í dag

    Í dag, 1. sept­em­ber 2023, tek­ur nýtt skipu­rit gildi hjá Mos­fells­bæ.

  • Starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar veitt­ar á há­tíð­ar­dag­skrá

    Á há­tíð­ar­dag­skrá sem var hald­in í Hlé­garði í gær, í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima fengu fimm starfs­menn Mos­fells­bæj­ar starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ingu.

  • Nýir stjórn­end­ur til Mos­fells­bæj­ar

    Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.