Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. desember 2022

Fjöldi við­burða verða í boði í Mos­fells­bæ á að­vent­unni.

6. og 7. des­em­ber

Þor­láks­messu­tón­leik­ar Bubba Mort­hens í Hlé­garði

Þor­láks­messu­tón­leikaröð Bubba Mort­hens er ein allra lang­líf­asta tón­leika­hefð í að­drag­anda jóla og eru ófá­ir sem geta ekki hugsað sér að­vent­una án þeirra.


8. des­em­ber kl. 9:00-11:00

Gam­an sam­an – eldri borg­ar­ar

Jóla­fjör – söng­ur og dans und­ir stjórn Guð­mund­ar Herm­ans­son­ar í safn­að­ar­heim­ili Lága­fells­kirkju, Þver­holti 3.


10. des­em­ber kl. 9:00-11:00

Kyrrð­ar­dag­ar á að­ventu

Á laug­ar­dög­um verð­ur dagskrá í og við Mos­fells­kirkju. Á kyrrð­ar­deg­in­um för­um við í hvarf og tök­um okk­ur hlé frá dag­legri önn. Þögn­in og kyrrð­in veita tæki­færi til íhug­un­ar, að mæta sjálf­um sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta upp­byggjast og end­ur­nær­ast á sál og lík­ama. Upp­bygg­ing er þann­ig að byrj­að er á íhug­un að hætti Kyrrð­ar­bænar­inn­ar, þá er geng­ið um í daln­um og að lok­um er sam­verust­und í kirkj­unni.

10. des­em­ber kl. 12:30

Jóla­skóg­ur­inn í Hamra­hlíð opn­ar

  • 12:30 Opn­un jóla­skóg­ar­ins. Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri sag­ar fyrsta tréð.
  • 13:00 – 13:30 Jóla­álfarn­ir skemmta börn­un­um
  • 13:30 Vor­boð­arn­ir kór eldri borg­ara syngja
  • Jóla­svein­ar láta sjá sig.
  • Skóg­arkaffi, heitt kakó og eitt­hvað að maula með.

11. des­em­ber kl. 12:00-15:00

Lága­fells­kirkja, Jóla­kirkju­BRALL

Jóla­kirkju­BRALL í Lága­fells­kirkju. Fjöl­skyldu­væn sam­vera með föndri, jóla­trés­rækt, rat­leik, skreyta pip­ar­kök­ur, fjár­húsa­hvíld og helgi­leik en um leið fræð­ast um at­burði jól­anna. Góð­ur gest­ur kík­ir í heim­sókn og brall­inu lýk­ur með mál­tíð.

Um­sjón: sr. Henn­ing Emil, Bogi æsku­lýðs­full­trúi, Þórð­ur og leið­tog­ar/sjálf­boða­lið­ar.

11. des­em­ber kl. 13:00-15:00

Opið hús hjá Hesta­manna­fé­lag­inu Herði

Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur býð­ur alla vel­komna á opið hús í reið­höll fé­lags­ins að Varmár­bökk­um og opin hús hesta­manna í hest­húsa­hverf­inu á Varmár­bökk­um.

Boð­ið verð­ur uppá stutta en fjöl­breytta sýn­ingu í reið­höll­inni.

Að sýn­ingu lok­inni gefst gest­um kost­ur á að klappa hest­um og spjalla við knapa og einn­ig verð­ur krökk­um boð­ið á bak á hest­um frá reið­skól­an­um Hestasnilld. Svo má kíkja í hest­hús í hverf­inu og spjalla við fólk og klappa hest­um.

11. des­em­ber kl. 15:00

Rit­höf­und­ar kynna bæk­ur sín­ar á Gljúfra­steini

Kom­ið er að því að rit­höf­und­ar lesi upp úr nýj­um bók­um á Gljúfra­steini. Höf­und­ar koma sér vel fyr­ir í stof­unni og lesa upp úr verk­um sín­um. Upp­lestr­arn­ir fara fram á hverj­um sunnu­degi á að­vent­unni kl. 15:00 og stend­ur dag­skrá­in í klukku­tíma.

Að­gang­ur er ókeyp­is og öll inni­lega vel­komin. 

  • Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir – Sakn­að­ar­ilm­ur
  • Guð­rún Eva Mín­ervu­dótt­ir – Út­sýni
  • Jón Kalm­an – Guli kaf­bát­ur­inn
  • Kristín Ei­ríks­dótt­ir – Tól

11. des­em­ber kl. 16:00

Heklurn­ar og Varmár­kór­inn í Guðríð­ar­kirkju

Heklurn­ar og Varmár­kór­inn, tveir kvennakór­ar úr Mos­fells­bæ, halda sam­an jóla­tón­leika í Guðríð­ar­kirkju. Á tón­leik­un­um syngja kór­arn­ir klass­ísk jóla­lög í bland við nýrri tónlist. Þetta verð­ur huggu­leg að­vent­ust­und, sem öll fjöl­skyld­an get­ur not­ið sam­an. Boð­ið verð­ur upp á létt­ar veit­ing­ar í hléi.

Miða­verð er 2.500 kr. en frítt fyr­ir börn yngri en 16 ára.


15. des­em­ber kl. 20:00

Há­tíð­arnótt í Lága­fells­kirkju

Á tón­leik­un­um sem eru um klukku­stund­ar lang­ir, leika þeir Andrés Þór Gunn­laugs­son, gít­ar­leik­ari,  Karl Ol­geirs­son, pí­anó­leik­ari og Jón Rafns­son, bassa­leik­ari, jóla­lög og sálma sem fylgt hafa ís­lensku jóla­haldi í gegn um ára­tug­ina. Geisladisk­ur­inn Há­tíð­arnótt kom út fyr­ir jólin 2015 og síð­an þá hafa þeir fé­lag­ar alltaf hald­ið nokkra tón­leika á að­vent­unni og leika þeir disk­inn í heild sinni.

Út­setn­ing­arn­ar eru í ró­legri kant­in­um og stemmn­ing­in sem myndast er bæði þægi­leg og af­slapp­andi, sem áheyr­end­ur tala gjarn­an um og eru ánægð­ir með, – gott að koma og bara hlusta og íhuga og njóta.

Tón­leik­an­ir eru styrkt­ir af Tón­list­ar­sjóði. Að­gang­ur er ókeyp­is.


17. des­em­ber kl. 9:00- 11:00

Kyrrð­ar­dag­ar á að­ventu

Á laug­ar­dög­um verð­ur dagskrá í og við Mos­fells­kirkju. Á kyrrð­ar­deg­in­um för­um við í hvarf og tök­um okk­ur hlé frá dag­legri önn. Þögn­in og kyrrð­in veita tæki­færi til íhug­un­ar, að mæta sjálf­um sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta upp­byggjast og end­ur­nær­ast á sál og lík­ama. Upp­bygg­ing er þann­ig að byrj­að er á íhug­un að hætti Kyrrð­ar­bænar­inn­ar, þá er geng­ið um í daln­um og að lok­um er sam­verust­und í kirkj­unni.

17. des­em­ber

Á móti sól og Pap­ar með jóla­ball í Hlé­garði

Með­lim­ir Á móti sól og Papa eru jóla­börn inn við bein­ið og hvað er þá betra en að hóa hljóm­sveit­un­um sam­an og slá í eins og eitt al­menni­legt jóla­ball í Hlé­garði Mos­fells­bæ!


18. des­em­ber kl. 11:00

Að­vent­ust­und í Lága­fells­kirkju

Sr. Arndís Linn leið­ir stund­ina. Barnakór­inn syng­ur und­ir stjórn Val­gerð­ar Jóns­dótt­ur, kór­stjóra. Org­an­isti er Þórð­ur Sig­urð­ar­son.

18. des­em­ber kl. 15:00

Rit­höf­und­ar kynna bæk­ur sín­ar á Gljúfra­steini

Kom­ið er að því að rit­höf­und­ar lesi upp úr nýj­um bók­um á Gljúfra­steini. Höf­und­ar koma sér vel fyr­ir í stof­unni og lesa upp úr verk­um sín­um. Upp­lestr­arn­ir fara fram á hverj­um sunnu­degi á að­vent­unni kl. 15:00 og stend­ur dag­skrá­in í klukku­tíma.

Að­gang­ur er ókeyp­is og öll inni­lega vel­komin.

  • Elín Edda Þor­steins­dótt­ir – Nún­ing­ur
  • Gerð­ur Kristný – Urta
  • Guðni Elís­son – Brim­hól­ar
  • Meist­ara­nem­ar í rit­list – Takk fyr­ir kom­una

22. des­em­ber kl. 20:00

Að­ventu­tón­leik­ar Diddú­ar og drengj­anna

Diddú og dreng­irn­ir eru með að­ventu­tón­leika í Mos­fells­kirkju.

Miða­sala við inn­gang­inn eða á net­fang­inu diddu­keli@sim­net.is


Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00