6. og 7. desember
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens í Hlégarði
Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og eru ófáir sem geta ekki hugsað sér aðventuna án þeirra.
8. desember kl. 9:00-11:00
Gaman saman – eldri borgarar
Jólafjör – söngur og dans undir stjórn Guðmundar Hermanssonar í safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3.
10. desember kl. 9:00-11:00
Kyrrðardagar á aðventu
Á laugardögum verður dagskrá í og við Mosfellskirkju. Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Uppbygging er þannig að byrjað er á íhugun að hætti Kyrrðarbænarinnar, þá er gengið um í dalnum og að lokum er samverustund í kirkjunni.
10. desember kl. 12:30
Jólaskógurinn í Hamrahlíð opnar
- 12:30 Opnun jólaskógarins. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagar fyrsta tréð.
- 13:00 – 13:30 Jólaálfarnir skemmta börnunum
- 13:30 Vorboðarnir kór eldri borgara syngja
- Jólasveinar láta sjá sig.
- Skógarkaffi, heitt kakó og eitthvað að maula með.
11. desember kl. 12:00-15:00
Lágafellskirkja, JólakirkjuBRALL
JólakirkjuBRALL í Lágafellskirkju. Fjölskylduvæn samvera með föndri, jólatrésrækt, ratleik, skreyta piparkökur, fjárhúsahvíld og helgileik en um leið fræðast um atburði jólanna. Góður gestur kíkir í heimsókn og brallinu lýkur með máltíð.
Umsjón: sr. Henning Emil, Bogi æskulýðsfulltrúi, Þórður og leiðtogar/sjálfboðaliðar.
11. desember kl. 13:00-15:00
Opið hús hjá Hestamannafélaginu Herði
Hestamannafélagið Hörður býður alla velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum og opin hús hestamanna í hesthúsahverfinu á Varmárbökkum.
Boðið verður uppá stutta en fjölbreytta sýningu í reiðhöllinni.
Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestum og spjalla við knapa og einnig verður krökkum boðið á bak á hestum frá reiðskólanum Hestasnilld. Svo má kíkja í hesthús í hverfinu og spjalla við fólk og klappa hestum.
11. desember kl. 15:00
Rithöfundar kynna bækur sínar á Gljúfrasteini
Komið er að því að rithöfundar lesi upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Höfundar koma sér vel fyrir í stofunni og lesa upp úr verkum sínum. Upplestrarnir fara fram á hverjum sunnudegi á aðventunni kl. 15:00 og stendur dagskráin í klukkutíma.
Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin.
- Elísabet Jökulsdóttir – Saknaðarilmur
- Guðrún Eva Mínervudóttir – Útsýni
- Jón Kalman – Guli kafbáturinn
- Kristín Eiríksdóttir – Tól
11. desember kl. 16:00
Heklurnar og Varmárkórinn í Guðríðarkirkju
Heklurnar og Varmárkórinn, tveir kvennakórar úr Mosfellsbæ, halda saman jólatónleika í Guðríðarkirkju. Á tónleikunum syngja kórarnir klassísk jólalög í bland við nýrri tónlist. Þetta verður hugguleg aðventustund, sem öll fjölskyldan getur notið saman. Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.
Miðaverð er 2.500 kr. en frítt fyrir börn yngri en 16 ára.
15. desember kl. 20:00
Hátíðarnótt í Lágafellskirkju
Á tónleikunum sem eru um klukkustundar langir, leika þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari, Karl Olgeirsson, píanóleikari og Jón Rafnsson, bassaleikari, jólalög og sálma sem fylgt hafa íslensku jólahaldi í gegn um áratugina. Geisladiskurinn Hátíðarnótt kom út fyrir jólin 2015 og síðan þá hafa þeir félagar alltaf haldið nokkra tónleika á aðventunni og leika þeir diskinn í heild sinni.
Útsetningarnar eru í rólegri kantinum og stemmningin sem myndast er bæði þægileg og afslappandi, sem áheyrendur tala gjarnan um og eru ánægðir með, – gott að koma og bara hlusta og íhuga og njóta.
Tónleikanir eru styrktir af Tónlistarsjóði. Aðgangur er ókeypis.
17. desember kl. 9:00- 11:00
Kyrrðardagar á aðventu
Á laugardögum verður dagskrá í og við Mosfellskirkju. Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Uppbygging er þannig að byrjað er á íhugun að hætti Kyrrðarbænarinnar, þá er gengið um í dalnum og að lokum er samverustund í kirkjunni.
17. desember
Á móti sól og Papar með jólaball í Hlégarði
Meðlimir Á móti sól og Papa eru jólabörn inn við beinið og hvað er þá betra en að hóa hljómsveitunum saman og slá í eins og eitt almennilegt jólaball í Hlégarði Mosfellsbæ!
18. desember kl. 11:00
Aðventustund í Lágafellskirkju
Sr. Arndís Linn leiðir stundina. Barnakórinn syngur undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur, kórstjóra. Organisti er Þórður Sigurðarson.
18. desember kl. 15:00
Rithöfundar kynna bækur sínar á Gljúfrasteini
Komið er að því að rithöfundar lesi upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Höfundar koma sér vel fyrir í stofunni og lesa upp úr verkum sínum. Upplestrarnir fara fram á hverjum sunnudegi á aðventunni kl. 15:00 og stendur dagskráin í klukkutíma.
Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin.
- Elín Edda Þorsteinsdóttir – Núningur
- Gerður Kristný – Urta
- Guðni Elísson – Brimhólar
- Meistaranemar í ritlist – Takk fyrir komuna
22. desember kl. 20:00
Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna
Diddú og drengirnir eru með aðventutónleika í Mosfellskirkju.
Miðasala við innganginn eða á netfanginu diddukeli@simnet.is
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.