Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. desember 2022

Vest­ur­lands­veg­ur (1) í gegn­um Mos­fells­bæ var vígð­ur form­lega fimmtu­dag­inn 8. des­em­ber eft­ir end­ur­bæt­ur og breikk­un. Með fram­kvæmd­inni stór­eykst um­ferðarör­yggi í gegn­um bæ­inn.

Vígð­ir voru tveir áfang­ar, tæp­ir 2 kíló­metr­ar frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi, en fram­kvæmd­irn­ar eru hluti  af verk­efn­um Sam­göngusátt­mála rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem gerð­ur var í sept­em­ber 2019.

Verk­ið gekk mjög vel. Fram­kvæmd­ir við fyrsta áfanga hóf­ust í lok maí 2020 og lauk í des­em­ber það sama ár. Seinni áfangi fór af stað í fe­brú­ar á þessu ári og lauk form­lega við opn­un­ina þann 8. des­em­ber.

Í fyrri áfanga, sem náði frá Skar­hóla­braut að Langa­tanga, var ak­rein­um fjölgað úr þrem­ur í fjór­ar og þann­ig kom­ið í veg fyr­ir um­ferð­ar­tepp­ur sem oft mynd­uð­ust við Lága­fells­kirkju. Í seinni áfang­an­um, sem náði frá Langa­tanga að Reykja­vegi, voru fjór­ar ak­rein­ar fyr­ir en þörf á end­ur­bygg­ingu veg­ar­ins. Stærsta breyt­ing­in er sú að akst­urs­stefn­ur eru nú að­skild­ar með vegriði á allri leið­inni sem stór­eyk­ur um­ferðarör­yggi á veg­in­um.

Verktaki í báð­um áföng­um var Loftorka Reykja­vík ehf.

Sig­urð­ur Ingi Sig­urð­ar­son inn­viða­ráð­herra, Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar, Dav­íð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, og Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, klipptu á borða á nýrri af­rein að Krika­hverfi og mörk­uðu þann­ig form­lega opn­un veg­ar­ins.

Við það tæki­færi sagði Sig­urð­ur Ingi með­al ann­ars: „Með Sam­göngusátt­mál­an­um, sem að standa rík­ið og sex sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var blás­ið til stór­sókn­ar í sam­göngu­mál­um á svæð­inu. Það er mjög ánægju­legt að sjá upp­skeru hans líta dags­ins ljós sem eyk­ur um­ferðarör­yggi og af­köst veg­ar­ins.”

Berg­þóru Þor­kels­dótt­ur var þakk­læt­ið efst í huga: „Ég er þakk­lát fyr­ir hvert skref sem við stíg­um í átt að auknu um­ferðarör­yggi. Það er afar ánægju­legt að sjá verk­efni Sam­göngusátt­mál­ans verða að veru­leika og fær­ast þann­ig nær mark­mið­um hans um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og auk­ið um­ferðarör­yggi. Við erum líka ein­stak­lega ánægð með sam­starf­ið við verk­tak­ann Loftorku sem hef­ur með góðu skipu­lagi tek­ist að halda flæði um­ferð­ar­inn­ar gang­andi í kring­um fram­kvæmda­svæð­ið sem er ekki auð­velt verk þeg­ar um veg­inn aka milli tutt­ugu og þrjá­tíu þús­und bíl­ar á sól­ar­hring.“

„Það er ánægju­legt að þrem­ur stofn­vega­verk­efn­um Sam­göngusátt­mál­ans sé nú að fullu lok­ið. Þessi nýi og betri kafli Vest­ur­lands­veg­ar bæt­ir ör­yggi allra veg­far­enda til muna,“ sagði Dav­íð Þor­láks­son við þetta tæki­færi.

Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar var einn­ig ánægð: „Við erum hæst­ánægð með þessa fram­kvæmd þar sem hún bæt­ir um­ferðaflæð­ið auk þess sem lýs­ing og vegr­ið auka ör­yggi til muna. Hljóð­varn­ir hafa líka ver­ið bætt­ar og við feng­um bið­stöðv­ar Strætó beggja vegna veg­ar­ins við Hlíð­ar­túns­hverfi og Skála­hlíð sem er mik­ill kost­ur.“

Mynd: Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra, Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Dav­íð Þor­láks­son fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna.

Mynd 1: Skæra­verð­irn­ir voru úr 7. bekk í Lága­fells­skóla, þær Dag­björt Lilja Odds­dótt­ir og Þór­hild­ur Karen Gunn­ars­dótt­ir.

Mynd 2: Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra með skæra­vörð­un­um Dag­björtu og Þór­hildi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00