Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. september 2022

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn há­tíð­leg­ur í Hlé­garði í dag. Mál­efni dags­ins var jafn­rétti á vinnu­mark­aði út frá ólík­um ald­urs­hóp­um.

Á dag­skránni voru fjöl­breytt er­indi frá fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um og ein­stak­ling­um sem hafa að­komu að og reynslu af vinnu­mark­aðn­um úr ólík­um átt­um.

Nýr bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir opn­aði jafn­rétt­is­dag­inn með því að ávarpa gesti og bjóða þá vel­komna.

Fund­ar­stýra var Bryn­hild­ur Heið­ar- og Óm­ars­dótt­ir en hún er formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins Fræða­garðs í BHM og sér­leg­ur ráð­gjafi Kven­rétt­inda­fé­lags Ís­lands.

Fyr­ir­les­ar­ar á jafn­rétt­is­degi Mos­fells­bæj­ar 2022 voru:

  • Herdís Har­alds­dótt­ir, MPA og diplóma í hag­nýt­um jafn­rétt­is­fræð­um, fjall­aði um birt­ing­ar­mynd­ir jafn­rétt­is á vinnu­mark­aði og rýn­di í ólík ald­urs­bil/kyn­slóða­bil.
  • Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá VMST, kynnti námskeið fyrir aldurshópinn 45+ og hvað tölfræðin segir um jafnrétti á vinnumarkaði tengt ólíkum aldurshópum.
  • Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, fór yfir ráðningarferlið og upplifun af einstaklingum sem eru mögulega lengur í vinnuleit.
  • Þór Saari og Árdís Sigurðardóttir deildu sinni upplifun af atvinnuleit.
  • Jón Arnar Guðbrandsson, eigandi Grazie Trattoria, sagði frá ákvörðun sinni að ráða eingöngu 60+ ára starfsfólk á veitingastaðinn sinn.
  • Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara (FEB), fjallaði um upplifun gráa hersins af jafnrétti á vinnumarkaði fyrir eldra fólk.
  • Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania, fór yfir jafnréttismenningu fyrirtækisins og þær aðgerðir sem hafa verið teknar til að auka jafnrétti innanhúss.

Erindi fyrirlesaranna voru fjölbreytt og áhugaverð og þarft innlegg í umræðuna enda fer lífaldur hækkandi í hinum vestræna heimi. Flestir fyrirlesaranna voru á því að ekki ríkti jafnrétti á vinnumarkaði þegar horft var til eldri aldurshópa.

Brynhildur fundarstýra dró saman erindin í lok dagskránnar og benti réttilega á að „við náum aldrei jafnrétti fyrr en við verðum öll jöfn“.

Upptaka af viðburðinum verður aðgengileg á vef Mosfellsbæjar í næstu viku.

Lýðræðis- og mannréttindanefnd fær þakkir fyrir framlag sitt í þágu jafnréttismála við framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar árið 2022.

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar er hald­inn ár­lega til heið­urs Helgu J. Magnús­dótt­ur en hún var fyrst kvenna odd­viti í sveitarfélaginu og lét sig varða mál­efni kvenna með ýms­um hætti í sínum störfum.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00