Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Leið­ar­ljós mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar er að skóla- og frí­stund­a­starf­ið sé í fremstu röð og þar fái all­ir not­ið sín. Unn­ið er að vel­ferð og vexti allra hag­að­ila með já­kvæð­um sam­skipt­um, vald­efl­ingu, sveigj­an­leika og upp­lýs­ing­um um starf­ið. 


Hag­að­il­ar

Í sam­fé­lagi skóla- og frí­stund­astarfs eru hag­að­il­ar: börn, for­eldr­ar, starfs­fólk, kjörn­ir full­trú­ar og íbú­ar Mos­fells­bæj­ar. Þeir hafa all­ir hlut­verk við inn­leið­ingu mennta­stefn­unn­ar.

  • Börn fái að sýna frum­kvæði og taka ábyrgð á eig­in námi eft­ir því sem þau hafa þroska, ald­ur og getu til. Þau læri lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð og geti kom­ið hug­mynd­um sín­um óhikað á fram­færi.
  • For­eldr­ar hafi vak­andi auga með vel­ferð barna sinna og eigi gott sam­st­arf við starfs­fólk skóla og frí­stund­ar. Mik­il­vægt er að for­eldr­ar fái stuðn­ing við að efla for­eldra­færni og séu lausnamið­að­ir þeg­ar tek­ist er á við áskor­an­ir. For­eldr­um gef­ist jafn­framt kost­ur á að taka þátt í að þróa og bæta skóla- og frí­stund­ast­arf.
  • Starfs­fólk taki þátt í lær­dóms­sam­fé­lagi og leggi sig fram við að vaxa í starfi með fjöl­breytt­um náms-, leik- og kennslu­að­ferð­um. Með já­kvæð sam­skipti að leið­ar­ljósi og með góðu sam­starfi við börn, for­eldra og aðra hag­að­ila verði mark­visst byggt upp fram­sæk­ið skóla- og frí­stund­ast­arf.
  • Kjörn­ir full­trú­ar marki sér skýra stefnu og tryggi að mennta­stefn­unni sé fylgt. Þeir stuðli að upp­byggi­leg­um skoð­ana­skipt­um, upp­lýs­inga­miðlun og sam­stöðu hag­að­ila í skóla- og frí­stund­astarfi. 
  • Íbú­ar geti tek­ið þátt í við­burð­um og verk­efn­um og sýnt þann­ig stuðn­ing sinn við skóla- og frí­stund­ast­arf í verki. Þeim bjóð­ist að byggja upp já­kvæð og lausnamið­uð sam­skipti sem ein­kenn­ist af virð­ingu fyr­ir starf­inu og þeim sem að því koma.

Stoð­ir

Stoð­ir mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar eru þrjár; vöxt­ur, fjöl­breytni og sam­vinna. Þær skar­ast og eru ná­tengd­ar hver ann­arri. Til að all­ir blómstri í skóla- og frí­stund­astarfi þarf fjöl­breytni og góða sam­vinnu hag­að­ila.


1. Vöxt­ur

For­senda þess að börn geti lært og dafn­að er að þeim sé búið ör­uggt um­hverfi þar sem færni þeirra er aukin á sem fjöl­breytt­ast­an hátt og sjálfs­mynd þeirra styrkt. Í skóla- og frí­stund­astarfi er því lögð áhersla á mennt­un, ör­yggi, vellíð­an, snemm­tæk­an stuðn­ing og heilsu­efl­ingu. 

Ör­yggi og vellíð­an eru und­ir­staða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tæki­færi til þess að efla styrk­leika sína og takast á við áskor­an­ir í ör­uggu og hvetj­andi um­hverfi. Allt skóla og frí­stund­ast­arf er í sam­felldri þró­un þar sem þekk­ing og reynsla vaxa stöð­ugt.

 

Markmið

  • Tryggja skal ör­yggi, vellíð­an og vöxt allra í skóla- og frí­stund­astarfi.

  • Leggja skal áherslu á þjálf­un, stuðn­ing og hand­leiðslu barna, for­eldra og starfs­fólks til að tryggja far­sæld.

Í gæða skóla- og frí­stund­astarfi líð­ur öll­um vel og skap­að er ör­uggt um­hverfi til vaxt­ar, sköp­un­ar og þró­un­ar.


2. Fjöl­breytni

Fjöl­breytt, skap­andi og sveigj­an­legt skóla- og frí­stund­ast­arf mæti ólík­um þörf­um og styrk­leik­um barna og stuðli að far­sæld þeirra. Mark­mið­ið er að auka sveigj­an­leika starfs­ins og efla þar með trú barna á eig­in getu. Þann­ig verða þau bet­ur í stakk búin til að mæta mis­mun­andi verk­efn­um í námi, leik og starfi. 

Fjöl­breytt­ar þarf­ir barna kalla á sveigj­an­legt um­hverfi, kennslu­hætti og náms­mat. Mik­il­vægt er að börn búi yfir víð­sýni, um­burð­ar­lyndi og sveigj­an­leika til að mæta fjöl­breytni mann­lífs­ins og öll­um þeim ólíku verk­efn­um sem bíða þeirra í líf­inu.

 

Markmið

  • Þekk­ing og skiln­ing­ur á þörf­um, áhuga­svið­um, styrk­leik­um og áskor­un­um barna.

  • Nám þar sem lögð er áhersla á sköp­un, hæfni, virkni og frum­kvæði barna.

Leggja skal áherslu á að börn byggi upp sterka sjálfs­mynd, seiglu og trú á eig­in getu með fjöl­breytt­um verk­efn­um, hvatn­ingu og end­ur­gjöf. 


3. Sam­vinna

Skýr sam­eig­in­leg sýn hag­að­ila, heil­indi og upp­byggi­leg og lausnamið­uð um­ræða trygg­ir góða sam­vinnu. Þann­ig verð­ur skóla- og frí­stund­ast­arf ár­ang­urs­ríkt þar sem börn­in eru í brenni­depli.

Með góðri sam­vinnu allra hag­að­ila næst fram sam­eig­in­leg sýn á markmið og sam­staða um að­gerð­ir, börn­um og sam­fé­lag­inu öllu til heilla.

 

Markmið

  • Upp­byggi­leg­ar, yf­ir­veg­að­ar og lausnamið­að­ar sam­ræð­ur um áskor­an­ir og um­bæt­ur.
  • Mark­viss­ar upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur og þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi. 

Grunn­for­senda blóm­legs skóla- og frí­stund­astarfs er öfl­ugt sam­st­arf hag­að­ila. Hlut­verk og ábyrgð þeirra skal vera skýr og unn­ið með virkri þátt­töku, sam­vinnu, virð­ingu og lausnamið­uðu sam­starfi þar sem hags­mun­ir barna eru ávallt í fyr­ir­rúmi.


Mennta­stefn­an á PDF-formi

Fréttir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00