Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. nóvember 2023

Í dag eru ramp­ar sem átak­ið „Römp­um upp Ís­land“ hef­ur byggt í Mos­fells­bæ orðn­ir 86 tals­ins.

Und­an­far­ið hafa starfs­menn átaks­ins unn­ið hörð­um hönd­um að því að byggja 18 rampa við hús­næði Skála­túns í Mos­fells­bæ og var sá síð­asti vígð­ur síð­asta mið­viku­dag.

Íbú­ar  Skála­túns fögn­uðu áfang­an­um með Ásmundi Ein­ari Daða­syni mennta- og barna­mála­ráð­herra, Þor­leifi Gunn­laugs­syni hjá Römp­um upp Ís­land, Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra og fleir­um.

Átak­ið „Römp­um upp Ís­land“ hef­ur einn­ig byggt fjölda ann­ara rampa í Mos­fells­bæ og má þar nefna við fé­lags­mið­stöð­ina Ból­ið, Hlað­gerð­ar­kot, Reykjalund, Reykja­dal, Rauðakross­inn og einn­ig við þónokk­ur fyr­ir­tæki í bæn­um.

Römp­um upp Ís­land stefn­ir að því að byggja 1.500 rampa á Ís­landi fyr­ir 11.mars 2025 í þágu hreyfi­haml­aðra. Að verk­efn­inu koma marg­ir styrk­ar­að­il­ar, þeirra á með­al: Ueno, Öss­ur, Deloitte, Brand­en­burg, Aton.JL, Lex lög­manns­stofa, BM Vallá, Icelanda­ir, Ork­an, ÞG Verk, Sjálfs­borg, ÖBÍ, Reykja­vík­ur­borg og Inn­viða­ráðu­neyt­ið.


Á mynd­inni má sjá:

Fremri röð: Sigrún Jóns­dótt­ir, Stefán Sig­urðs­son, Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­laug Helga Jó­hann­es­dótt­ir

Aftri röð: Jón­ína Guðný Árna­dótt­ir, Sól­ey Ragn­ars­dótt­ir, Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, Regína Ás­valds­dótt­ir, Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, Þor­leif­ur Gunn­laugs­son, Volody­myr Gryt­senko, Oleks­andr Sirenko og Ol­ex­and­er Senchurov.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00