Í dag eru rampar sem átakið „Römpum upp Ísland“ hefur byggt í Mosfellsbæ orðnir 86 talsins.
Undanfarið hafa starfsmenn átaksins unnið hörðum höndum að því að byggja 18 rampa við húsnæði Skálatúns í Mosfellsbæ og var sá síðasti vígður síðasta miðvikudag.
Íbúar Skálatúns fögnuðu áfanganum með Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra, Þorleifi Gunnlaugssyni hjá Römpum upp Ísland, Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og fleirum.
Átakið „Römpum upp Ísland“ hefur einnig byggt fjölda annara rampa í Mosfellsbæ og má þar nefna við félagsmiðstöðina Bólið, Hlaðgerðarkot, Reykjalund, Reykjadal, Rauðakrossinn og einnig við þónokkur fyrirtæki í bænum.
Römpum upp Ísland stefnir að því að byggja 1.500 rampa á Íslandi fyrir 11.mars 2025 í þágu hreyfihamlaðra. Að verkefninu koma margir styrkaraðilar, þeirra á meðal: Ueno, Össur, Deloitte, Brandenburg, Aton.JL, Lex lögmannsstofa, BM Vallá, Icelandair, Orkan, ÞG Verk, Sjálfsborg, ÖBÍ, Reykjavíkurborg og Innviðaráðuneytið.
Á myndinni má sjá:
Fremri röð: Sigrún Jónsdóttir, Stefán Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Guðlaug Helga Jóhannesdóttir
Aftri röð: Jónína Guðný Árnadóttir, Sóley Ragnarsdóttir, Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Þorleifur Gunnlaugsson, Volodymyr Grytsenko, Oleksandr Sirenko og Olexander Senchurov.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Samningur um vallarlýsingu Varmárvallar
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð