Mosfellsbær undirritaði í vikunni verksamning við verktakafyrirtækið Jarðval sf. um gatnagerðarframkvæmdir við nýja götu við Hamraborg – Langatanga.
Verkið var boðið út í desember síðastliðnum og bárust 7 tilboð. Jarðval sf. átti lægsta tilboð af þeim tilboðum sem bárust. Samningurinn hljóðar um 111 m.kr. og er áætlað að framkvæmdir standi yfir fram í júlí 2023.
Á svæðinu við Hamraborg – Langatanga verða 5 raðhús, 6 einbýlishús auk tveggja fjölbýlishúsa.
Hópmynd: Regína Ásvaldsdóttir, Árni Geir Eyþórsson ásamt Illuga Þór Gunnarssyni, Þorsteini Sigvaldasyni og Jóhönnu B. Hansen frá umhverfissviði Mosfellsbæjar, Birni Guðmundssyni og Rúnari G. Valdimarssyni frá verkfræðistofunni Mannvit og Ragnari Karlssyni frá Jarðval sf.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Árni Geir Eyþórsson framkvæmdastjóri Jarðvals við undirritun samningsins.