Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. febrúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hús­bygg­inga­sjóð­ur Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar202002120

  Samningur Þroskahjálpar við HMS um vilyrði fyrir stofnframlögum til íbúakjarna í Mosfellsbæ.

  Bæj­ar­ráð stað­fest­ir að fyr­ir­hug­að sé að veita stofn­fram­lög vegna bygg­ing­ar Þroska­hjálp­ar á fimm íbúða­kjarna á ár­inu.

  Gestir
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
  • 2. Vatns­bor­un Há­deg­is­holti202105334

   Lögð fyrir bæjarráð til upplýsingar niðurstaða borunar í Hádegisholti.

   Lagt fram.

   Gestir
   • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
   • 3. Beiðni um til­nefn­ingu í stjórn áfanga­staða­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202302090

    Beiðni um að Mosfellsbær tilnefni aðalmann í stjórn áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins til næstu tveggja ára.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­nefna Sæv­ar Birg­is­son, bæj­ar­full­trúa, sem að­almann í stjórn áfanga­staða­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af hálfu Mos­fells­bæj­ar.

    • 4. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2022 - Gallup202302063

     Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 kynntar af fulltrúa Gallup.

     Á fund bæj­ar­ráðs mætti Matth­ías Þor­valds­son, frá Gallup og gerði grein fyr­ir helstu nið­ur­stöð­um þjón­ustu­könn­un­ar með­al íbúa Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2022. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að senda könn­un­ina til kynn­ing­ar í fasta­nefnd­um sveit­ar­fé­lags­ins.

     Könn­un­in sýn­ir að íbú­ar eru mjög ánægð­ir með bú­setu í Mos­fells­bæ og mælast í öðru sæti á landsvísu. Ánægja mæl­ist yfir með­al­tali stærstu sveit­ar­fé­laga í níu til­vik­um af 12 sem mæld­ir eru. Það eru þó tæki­færi til úr­bóta og er mik­il­vægt að skoða þá mála­flokka bet­ur.

     Gestir
     • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
     • Matthías Þorvaldsson, Gallup
     • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
    • 5. Lok­un tjald­svæð­is Mos­fells­bæj­ar202302067

     Ósk um að bæjarráð staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis Mosfellsbæjar á Varmárhóli.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um lok­un á tjald­svæði Mos­fells­bæj­ar á Varmár­hóli. Jafn­framt sam­þykkt að mál­ið verði kynnt fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd.

     Gestir
     • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 6. Skar­hóla­braut - Stofn­lögn að vatnstanki og gatna­gerð202212210

     Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á lagningu stofnlagnar (þrýstilögn) að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum, ennfremur að gera lóðina Skarhólabraut 3 byggingarhæfa.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út lagn­ingu stofn­lagn­ar að vatnstakni í Úlfars­fells­hlíð­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

     Gestir
     • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02