9. febrúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar202002120
Samningur Þroskahjálpar við HMS um vilyrði fyrir stofnframlögum til íbúakjarna í Mosfellsbæ.
Bæjarráð staðfestir að fyrirhugað sé að veita stofnframlög vegna byggingar Þroskahjálpar á fimm íbúðakjarna á árinu.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
2. Vatnsborun Hádegisholti202105334
Lögð fyrir bæjarráð til upplýsingar niðurstaða borunar í Hádegisholti.
Lagt fram.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Beiðni um tilnefningu í stjórn áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins202302090
Beiðni um að Mosfellsbær tilnefni aðalmann í stjórn áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins til næstu tveggja ára.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna Sævar Birgisson, bæjarfulltrúa, sem aðalmann í stjórn áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins af hálfu Mosfellsbæjar.
4. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 kynntar af fulltrúa Gallup.
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, frá Gallup og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2022. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að senda könnunina til kynningar í fastanefndum sveitarfélagsins.
Könnunin sýnir að íbúar eru mjög ánægðir með búsetu í Mosfellsbæ og mælast í öðru sæti á landsvísu. Ánægja mælist yfir meðaltali stærstu sveitarfélaga í níu tilvikum af 12 sem mældir eru. Það eru þó tækifæri til úrbóta og er mikilvægt að skoða þá málaflokka betur.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Matthías Þorvaldsson, Gallup
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
5. Lokun tjaldsvæðis Mosfellsbæjar202302067
Ósk um að bæjarráð staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis Mosfellsbæjar á Varmárhóli.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum lokun á tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhóli. Jafnframt samþykkt að málið verði kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
6. Skarhólabraut - Stofnlögn að vatnstanki og gatnagerð202212210
Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á lagningu stofnlagnar (þrýstilögn) að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum, ennfremur að gera lóðina Skarhólabraut 3 byggingarhæfa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út lagningu stofnlagnar að vatnstakni í Úlfarsfellshlíðum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs