Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Á Stekkj­ar­flöt er stórt svæði með leik­tækj­um og ærslabelg sem er op­inn frá kl. 10:00 – 22:00. Að auki er hægt að spila blak á strand­bla­kvell­in­um sem er stað­sett­ur ná­lægt íþróttamið­stöð­inni að Varmá. Blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar sér um bók­an­ir og um­sjón með vell­in­um. Þá er skemmti­leg­ur rat­leik­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una úr Ála­fosskvos og um Reykjalund­ar­skóg. Í Æv­in­týra­garð­in­um eru marg­vís­leg klif­ur- og þrauta­tæki sem og ann­ar ærslabelg­ur. Þar er líka níu holu fris­bí­golf­völl­ur.

Í bæn­um eru tvær sund­laug­ar, Lága­fells­laug og Varmár­laug, þar sem hægt er að njóta góða veð­urs­ins. Ná­lægð­in við nátt­úr­una ger­ir íbú­um líka fært að njóta úti­vist­ar af ýmsu tagi auk þess sem hægt er að finna göngu-, hlaupa- og hjóla­leið­ir við allra hæfi í ná­grenni bæj­ar­ins.

Einn­ig er hægt að:

  • fá lán­að­ar bæk­ur, hljóð­bæk­ur, spil, kökumót og fleira á bóka­safn­inu
  • fara í fjöru­ferð
  • fara í göngu­ferð að Tungu­fossi eða Helgu­fossi í Mos­fells­dal
  • fara í skóg­ar­ferð um Hamra­hlíð­ar­skóg
  • prófa allskon­ar leik­velli
  • spila körfu­bolta á ein­hverj­um af körfu­bolta­völl­un­um
  • taka þátt í Sum­ar­lestri bóka­safns­ins

Ekki má gleyma öll­um þeim áhuga­verðu við­burð­um sem í boði eru í Mos­fells­bæ.

Stofu­tón­leik­ar Gljúfra­steins 2024

Stofu­tón­leik­ar hefjast kl. 16 og að­gangs­eyr­ir er 3.500 kr. Miða­sala fer fram í mót­töku safns­ins fyr­ir tón­leika og næg bíla­stæði eru við Jón­st­ótt.

Dag­skrá­in í sum­ar er sem hér seg­ir:

Júlí:

  • 7. júlí Sól­veig Thorodd­sen hörpuleikari og Sergio Coto Blanko lútuleikari.
  • 14. júlí Hjörtur Ingvi Jóhannsson leikur á píanó, Andri Ólafsson á bassa og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur.
  • 21. júlí Páll Palomares fiðla og Erna Vala Arnardóttir píanó.
  • 28. júlí Magnús Jóhann píanóleikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari spila jazz.

Ágúst:

  • 4. ágúst Dúóið Girni og Stál spila barokk. Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari.
  • 11. ágúst Kristján Kristjánsson KK syngur og spilar eins og honum einum er lagið.
  • 18. ágúst Strengjakvartettinn Spúttnik. Kvartettinn skipa: Vigdís Másdóttir, víóla, Gréta Rún Snorradóttir, selló, Diljá Sigursveinsdóttir, fiðla og Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla.
  • 25. ágúst Benedikt Kristjánsson tenór og Mathias Halvorsen píanó leika sönglög eftir Robert Schumann.

Velkomin á stofutónleika á Gljúfrasteini í sumar.


29. júní – 26. júlí

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar býð­ur öll vel­komin á sýn­ing­una „Alltof mik­il nátt­ura“ eft­ir Þor­gerði Jör­unds­dótt­ur.

Sýn­ing­in „Alltof mik­il nátt­úra“ er beint fram­hald sýn­ing­ar­inn­ar „Of mik­il nátt­úra“ þar sem áfram er leit­ast við að fjalla um líf­fræði­lega fjöl­breytni nátt­úr­unn­ar á tím­um ham­fara­hlýn­un­ar. Við sem til­heyr­um mann­kyn­inu vilj­um gjarn­an gleyma því að við erum hluti þess­ar­ar teg­unda­flóru sem bygg­ir þessa jörð. Við erum líf­ver­ur og háð um­hverf­inu rétt eins og all­ar að­r­ar líf­ver­ur. Áhrif okk­ar á nátt­úr­una og allt um­hverf­ið eru nú orð­in slík að talað er um mannöld.

Verkin á sýn­ing­unni eru bæði tví­víð mynd­verk og einn­ig þrívíð verk. Mynd­verkin eru ann­ars veg­ar unn­in með bleki en svo teikn­að ofan í með tússi og hins veg­ar blý­antsteikn­ing­ar.

Þor­gerð­ur Jör­unds­dótt­ir er fædd í Reykja­vík árið 1969 og stund­aði nám við Mennta­skól­ann í Reykja­vík og frönsku­nám í Uni­versité de Caen í Frakklandi. Hún lauk námi við skúlp­túr­deild MHÍ 1999 og BA í heim­speki við Há­skóla Ís­lands 1995.

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar er stað­sett­ur inn af Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar, Kjarna, Þver­holti 2. Opið er kl. 09:00-18:00 á virk­um dög­um í sumar.

8. júlí kl. 18:00

Leik­hóp­ur­inn Lotta sýn­ir söng­leik­inn Bangsím­on

Sýn­ing­in fer fram mánu­dag­inn 8. júlí kl. 18:00 á tún­inu við Hlé­garð.

Flest­ir kann­ast við vina­lega bangs­ann hann Bangsimon, vini hans Grísl­ing­inn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugl­una svo þau þarf vart að kynna. Í hönd­um Lottu hef­ur þess­um sög­um ver­ið gef­ið nýtt líf og lifna per­són­urn­ar nú loks­ins við frammi fyr­ir aug­un­um á okk­ur. Eins og Lottu er von að vísa eru 10 glæný ís­lensk lög í sýn­ing­unni, mik­ið af döns­um og heill hell­ing­ur af brönd­ur­um, bæði fyr­ir börn og full­orðna. Sýn­ing­in er klukku­tími að lengd og skipta fimm leik­ar­ar á milli sín öll­um hlut­verk­um.

Miða­verð 3.700 kr. frítt fyr­ir 2ja ára og yngri. Bæði er hægt að nálg­ast miða á staðn­um sem og á tix.is.

Miðasala á tix.is:


Dals­garð­ur sum­ar­blóma­sala

Á sum­ar­blóma­sölu Dals­garðs er hægt að kaupa lit­rík og fal­leg sum­ar­blóm.

Dals­garð­ur gróðra­stöð, Dals­garði, 271 Mos­fells­bæ.

Opið alla daga frá kl. 10:00 – 18:00.


28. ág­úst – 1. sept­em­ber

Í tún­inu heima

Bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, Í tún­inu heima, er hald­in síð­ustu helg­ina í ág­úst ár hvert.

Há­tíð­in er sett á fimmtu­degi og eru fjöl­breytt­ir við­burð­ir í boði svo sem tón­leik­ar, úti­mark­að­ir, íþrótta­við­burð­ir og margt fleira. Á föstu­dags­kvöldi safn­ast íbú­ar sam­an í götugrill áður en hald­ið er í skrúð­göngu og brekku­söng í Ála­fosskvos.

Hápunkt­ur há­tíð­ar­inn­ar er á laug­ar­dags­kvöld þeg­ar stór­tón­leik­ar fara fram á Mið­bæj­ar­torgi og stíga ávallt lands­þekkt­ar hljóm­sveit­ir á ásamt heima­fólki á svið.


31. ág­úst

Tinda­hlaup­ið í boði Nettó

Tinda­hlaup­ið fer fram laug­ar­dag­inn 31. ág­úst 2024. Hlaup­ið er ut­an­vega um fjöll, heið­ar og dali í bæj­ar­landi Mos­fells­bæj­ar.

Boð­ið er upp á fjór­ar vega­lengd­ir:

  • 1 tind­ur – 12,4 km með 420m hækk­un. Rás­tími kl. 11:00
  • 3 tind­ar – 19 km með 812m hækk­un. Rás­tími kl. 11:00
  • 5 tind­ar – 34,4 km með 1410m hækk­un. Rás­tími kl. 09:00
  • 7 tind­ar – 38,2 km með 1822m hækk­un. Rás­tími kl. 09:00

Skrán­ing er til mið­nætt­is mið­viku­dag­inn 28. ág­úst 2024.

Nánari upplýsingar og skráning:


Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00