Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Æv­in­týra­garð­ur­inn er stað­sett­ur í Ull­ar­nes­brekk­um, á milli Var­már og Leir­vogstungu. Næg bíla­stæði eru við íþróttamið­stöð­ina að Varmá en inn­koma er að garð­in­um sunn­an­verð­um frá íþrótta­svæð­inu.

Í Æv­in­týra­garð­in­um er að finna spenn­andi klif­ur- og þrauta­tæki ásamt veg­leg­um hlaupa­ketti sem hægt er að sveifla sér í. Einn­ig er klif­ur­net í miðj­um garð­in­um, ná­lægt íþrótta­vell­in­um, sem er vin­sælt með­al yngri kyn­slóð­ar­inn­ar.

Haust­ið 2013 voru  sett upp hand­smíð­uð leik­tæki sem Ás­garð­ur hand­verk­stæði gaf Mos­fells­bæ í til­efni 20 ára af­mæl­is bæj­ar­ins.

Mik­il upp­bygg­ing stíga og gróð­urs hef­ur átt sér stað og ligg­ur mal­bik­að­ur og upp­lýst­ur að­al­stíg­ur í gegn­um all­an garð­inn, frá íþrótta­svæð­inu við Varmá að Leir­vogstungu, með rósa­torgi í miðj­unni og göngu­brúm við hvorn enda.

Út frá að­al­stígn­um ligg­ur minni mal­ar­stíg­ur, svo­nefnd­ur æt­i­stíg­ur, sem ligg­ur með­fram hinum ýmsu æti­plönt­um sem plantað hef­ur ver­ið með­fram hon­um, m.a. fjöl­mörg­um teg­und­um berj­ar­unna.

Fræðslu­skilti um Æv­in­týra­garð­inn stend­ur við inn­kom­una að garð­in­um að sunn­an­verðu frá íþrótta­svæð­inu við Varmá. Fræðslu­skilt­ið sýn­ir verð­launa­til­lögu Land­mót­un­ar um skipu­lag Æv­in­týra­garðs­ins og hvern­ig upp­bygg­ing er fyr­ir­hug­uð í garð­in­um á næstu miss­er­um.


Fris­bí­golf­völl­ur

Í Æv­in­týra­garð­in­um er níu holu fris­bí­golf­völl­ur. Völlurinn er fjölbreyttur og býður upp á mishæðir og gróður. Tveir teigar eru á vellinum, rauðir og hvítir.

Fris­bí­golf er leikið á svipaðan hátt og venju­legt golf en í stað golf­kylfa og golf­bolta nota leik­menn fris­bídiska. Reynt er að klára hverja holu í sem fæstum köstum.


Hunda­gerði

Í fal­legu um­hverfi Æv­in­týra­garðs­ins er 1500m2 hunda­gerði þar sem hunda­eig­end­ur geta sleppt sín­um hund­um laus­um und­ir eft­ir­liti. Að­gengi að svæð­inu er gott með göngustíg milli íþrótta­svæð­is við Varmá og Leir­vogstungu.

Hunda­eig­end­ur eru hvatt­ir til að ganga vel um svæð­ið og hreinsa ávallt upp eft­ir hund­inn. Á staðn­um er bekk­ur, rusla­tunna og sér­stök rusla­tunna fyr­ir hunda­skít.

Hunda­gerð­ið er skemmti­leg við­bót við úti­vist­ar­mögu­leika Æv­in­týra­garðs­ins.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00