Mosfellsbær auglýsir hér með breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins við Bjarkarholt, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boðið verður upp á rafrænan kynningarfund skv. gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi nær utan um lóðir Bjarkarholts 4-5. Breytingin sýnir uppbyggingu þjónustuíbúða aldraða í tengslum við Eir að Hlaðhömrum. Ný hús eru 4-5 hæðir og tengjast nálægri starfsemi með göngubrúm. Hluti breytingar er heimild til þess að byggja eina hæð ofan á þjónustubyggingu við Hlaðhamra 2. Nýju húsin standa á bílakjallara sem hefur aðkomu sína frá Langatanga, gestastæði hafa tengingu um Bjarkarholt. Skipulag gefur heimild fyrir 108 litlum íbúðum. Uppbrot og ásýnd eru í samræmi við önnur hús í götunni. Breytingin er sett fram á tveimur uppdráttum.
Miðvikudaginn 17. mars n.k. verður boðið upp á rafrænan kynningarfund. Hlekkur verður aðgengilegur samdægurs á vef Mosfellsbæjar. Fundur verður frá kl. 17:00-18:00 og streymt í beinni. Hægt er að senda spurningar fyrir fram á skipulag[hja]mos.is, eða á meðan kynningu stendur. Guðjón Magnússon, arkitekt og hönnuður skipulags, kynnir breytinguna.
Uppdrættir verða einnig aðgengilegir á Upplýsingatorgi, Þverholti 2. Breyting þessi hefur verið auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu. Þeir sem vilja geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir, aðrir teljast samþykkir. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og þær skulu merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða berast í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 11. mars til og með 26. apríl 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Upptaka af kynningarfundi
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: