Tvær verkefnislýsingar: Deiliskipulag Þingvallavegar og aðalskipulagsbreyting Selholti v. víkingabæjar
Auglýstar eru til kynningar verkefnislýsingar skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir ofangreind verkefni. Ábendingar eða athugasemdir berist þjónustuveri eða skipulagsfulltrúa fyrir lok janúar.
Laugabakki Mosfellsdal, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Breytingar skv. tillögunni felast í því að landi Laugabakka, sem nú er óskipt, er skipt upp í þrjá hluta með nokkuð öðrum hætti en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2015.
Kynning: Tillaga að nýju svæðisskipulagi - Höfuðborgarsvæðið 2040
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem ætlað er að leysa af hólmi svæðisskipulag 2001-2024 og svæðisskipulag fyrir vatnsvernd frá 1998. Athugasemdafrestur er til 2. febrúar 2015.
Miðsvæði Helgafellshverfis, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan varðar Vefarastræti 7-13 og felst m.a. í fjölgun íbúða um tvær og tilslökun á kröfum um bílastæði. Athugasemdafrestur er til 29. desember 2012.
Helgafellshverfi, ný lóð við Vefarastræti, tillaga
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhverfis Helgafellshverfis. Hún gerir ráð fyrir nýrri lóð við Vefarastræti vestan Sauðhóls, fyrir allt að 55 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verði að mestu fjögurra hæða. Athugasemdafrestur er til og með 20 nóvember.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Laxatungu
Tillagan tekur til lóða nr. 105-127. Um er að ræða breytta húsgerð einbýlishúsa norðan götu, en sunnan götu komi raðhús í stað einbýlishúsa.