Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. desember 2014

Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins aug­lýs­ir til­lögu að nýju svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem ætlað er að leysa af hólmi svæð­is­skipu­lag 2001-2024 og svæð­is­skipu­lag fyr­ir vatns­vernd frá 1998. At­huga­semda­frest­ur er til 2. fe­brú­ar 2015.

Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins aug­lýs­ir skv. 24. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana nr. 105/2006, til­lögu að nýju svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins – Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040. Nýtt svæð­is­skipu­lag mun leysa af hólmi Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2001 – 2024 og svæð­is­skipu­lag fyr­ir vatns­vernd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá 1998.

Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040 er stefnu­mót­andi áætlun um þró­un höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040. þar eru sett fram leið­ar­ljós, markmið og að­gerð­ir um þau við­fangs­efni sem snerta sam­eig­in­leg hag­muna­mál sveit­ar­fé­lag­anna.

Skipu­lagstil­lag­an ligg­ur nú frammi til sýn­is ásamt um­hverf­is­skýrslu, fylgi­rit­um og ábend­ing­um Skipu­lags­stofn­un­ar, á skrif­stofu SSH, Hamra­borg 9 Kópa­vogi, hjá Skipu­lag­stofn­un, Lauga­vegi 166 í Reykja­vík og á skrif­stof­um allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til og með 2. fe­brú­ar 2015.

Þeim sem telja sig eiga hags­muna að gæta er gef­inn kost­ur á að gera at­huga­semd­ir við svæð­is­skipu­lagstil­lög­una. Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um renn­ur út í lok mánu­dags­ins 2. fe­brú­ar 2015. Skila skal skrif­leg­um at­huga­semd­um til skrif­stofu SSH Hamra­borg 9, 200 Kópa­vogi eða á net­fang­ið ssh@ssh.is

Svæð­is­skipu­lags­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins
Samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu (logo)

 

 

 

 

 

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00