6. september 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Stakar byggingar á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal202407189
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi heimildir um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Gögnin eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.08.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta verklýsingu en mun fylgjast með framvindu skipulagstillagna, sérstaklega í nágrenni við sveitarfélagamörk.
2. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Álfsnes, Esjumelar - Endur skilgreining iðnaðar- og athafnasvæða202407190
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varðar endurskoðun stefnu um iðnaðar- og athafnasvæði á umræddum svæðum lýtur að mögulegri endur skilgreiningu þeirra út frá starfsemi og hlutverki, stækkun einstakra svæða, mögulega minnkun annarra og skilgreiningu nýrra atvinnusvæða. Jafnframt er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna. Samkvæmt lýsingu er stefna um uppbyggingu iðnaðar- og athafnasvæða á Álfsnesi og Esjumelum í AR2040 er í takti við þá áherslu að iðnaðarstarfsemi, á eldri atvinnusvæðum sem hafa miðlæga legu, víki fyrir þéttari og blandaðri byggð. Það er í samræmi við megin markmið um sjálfbæra borgarþróun og vistvænar samgöngur, að landfrek atvinnustarfsemi þar sem fá störf eru á flatarmál lands, víki til útjaðra byggðarinnar. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 01.09.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta verklýsingu en mun fylgjast með framvindu skipulagstillagna. Skipulagsnefnd áréttar mikilvægi þess að uppbygging á Esjumelum sunnan vatnaskila hafi ekki mengunarhættu í för með sér eða áhrif á Leirvogsá og friðlandið.
3. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Kjalarnes og dreifbýl svæði202407187
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 þar sem ætlunin er að beina einkum sjónum að stefnuákvæðum aðalskipulagsins um landbúnaðarsvæði og önnur strjálbyggð svæði, opin svæði og óbyggð. Sérstök áhersla verður á Kjalarnesið, þ.m.t. Grundarhverfið. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna. Samkvæmt lýsingu er grundvallar markmið væntanlegra tillagna er að skerpa á ákvæðum um þróun byggðar á Kjalarnesinu og stuðla að breytingum sem efla byggð, mannlíf og náttúru á svæðinu. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.09.2024 Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta verklýsingu en mun fylgjast með framvindu skipulagstillagna.
4. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Lögð er fram til kynningar skýrsla um útreikning á losun og kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022 ásamt skýrslu um innleiðingu á loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, sem báðar eru unnar í tengslum við innleiðingu á loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins. Skýrslunni var vísað tilkynningar í skipulagsnefnd á 1631. fundi bæjarráðs. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram.
- FylgiskjalFylgibréf vegna bókunar frá 579. fundi stjórnar SSH.pdfFylgiskjalKolefnisspor höfuðborgarsvæðisins 2022_Maí2024.pdfFylgiskjalTillögur að aðgerðum_loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins_Maí 2024.pdfFylgiskjalkolefnisspor_hbsv_skyrsla_environice_02_2021.pdfFylgiskjalssh_lofslagsstefna_undirritad.pdf
5. Úr landi Miðdals L125210 við Krókatjörn - deiliskipulag frístundalóðar202405259
Skipulagsnefnd samþykkti á 612. fundi sínum að kynna tillögu deiliskipulags vegna frístundalóðar að Krókatjörn, samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir uppskiptingu lands í fjórar frístundahúsalóðir um 0,6 ha. hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 27.06.2024 til og með 12.08.2024. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.03.2024 og 18.07.2024, Gaðari Þ. Garðarssyni, dags. 08.08.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 12.08.2024.
Umsagnir og athugasemdir lagðar fram til kynningar. Þar sem athugasemdir varða deiliskipulagið ekki efnislega samþykkir skipulagsnefnd með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Uppfærsla hefur þó verið gerð á texta þar sem veghelgun er lýst sem leiðbeinandi. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
6. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag202303972
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga deiliskipulags fyrir Dalland í samræmi við athugasemdir. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 610. fundi nefndarinnar. Starfsfólk Mosfellsbæjar fundaði með Vegagerðinni vegna athugasemda. Landeigandi og ráðgjafi uppfærðu tillögu svo samnýta mætti aðkomu um veg Djúpadals við Nesjavallaveg. Vegagerðin samþykkti útfærsluna með bréfi dags. 03.07.2024. Landeigendum að L125215 og L175176 gafst frestur til athugasemda til og með 30.08.2024, engar athugasemdir bárust. Ábending Landsnets um Nesjavallalínu 2 á ekki við þar sem hún er langt utan skipulagssvæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu eftir breytingar. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu samkvæmt 4. mgr. 41. gr. sömu laga þar sem breytingin hefur þegar verið kynnt og umsögnum safnað. Hin nýja lóð sem stofnuð verður um skipulags- og uppbyggingarsvæði landbúnaðarlandsins mun halda landeignanúmeri Dallands L123625 og þar með lögbýlisskráningu landsins. Land Dallands sem skilgreint er í aðalskipulagi sem ?óbyggt land? skal hljóta nýtt landeignanúmer.
7. Korputún 1-11 og 2-8 - deiliskipulagsbreyting202401584
Lögð er fram til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Korputúns. Breytingin felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Til afgreiðslu eru einnig drög skipulagsfulltrúa að svörum innsendra athugasemda í samræmi við kynningu og umræður á 614. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu án breytinga. Skipulagsnefnd samþykkir svörun athugasemda og umsagna, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
8. Erindi vegna umferðaröryggis í Ástu-Sólliljugötu202406159
Lögð er fram til kynningar og umræðu tillaga umhverfissviðs að úrbótum umferðaröryggis í Ástu-Sólliljugötu, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi leiðbeinandi tillögu umhverfissviðs að úrbótum sem felast í að útfæra hraðatakmarkandi aðgerð við göngustíg milli Ástu-Sólliljugötu 9 og 11, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Skipulagsnefnd vísar málinu til frekari hönnunar, úrvinnslu og framkvæmda hjá eignasjóði á umhverfissviði.
9. Framtíðarstaðsetning skotíþrótta á höfuðborgarsvæðinu.202405011
Borist hefur erindi frá Pawel Bartoszek, f.h. Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.08.2024, vegna stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta þar sem leitað er sjónarmiða hagaðila. Verkefni stýrihópsins er að rýna og yfirfara staðarvalskosti sem koma fram í skýrslu Eflu, dags. 21.06.2023, og taka mið af niðurstöðu skýrslunnar um forgangsröðun kosta. Óskað er eftir ábendingum til 04.09.2024. Erindinu var vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar á 1636. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.
10. Efstaland 1 - ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu202408423
Borist hefur erindi frá Einari Sigurjónssyni, f.h. E Einn ehf., dags. 27.08.2024 með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi. Tillaga gerir ráð fyrir því að bæta við íbúðum innan svæðisins og auka byggingarmagn. Hjálögð er staðfesting og samþykki lóðarhafa vegna erindis.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til frekari skoðunar og rýni á umhverfissviði.
11. Í Miðdalsl 125360 við Sólbakka og Hafravatnsveg 50-64 - deiliskipulagsbreyting202407220
Borist hefur erindi frá Vigfúsi Halldórssyni, f.h. Helga G. Thorodssen landeiganda að L125360, með ósk um deiliskipulagsbreytingu frísundalands við Hafravatnsveg vegna vegtengingar og aðkomu. Tillagan sýnir breytta veghönnun um lóð Hafravatnsvegar 56 með aðkomu að Hulduhvammi um helgunarsvæði fornminja. Hjálagt er samþykki aðliggjandi landeiganda vegna aðkomu er fer um Hafravatnsveg 50-64.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirliggjandi gögn skulu send Minjastofnun Íslands til kynningar og athugasemda. Auk þess verður breyting aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is.
12. Tjaldanes við Þingvallaveg - ósk um deiliskipulag og stofnun lóða202407184
Borist hefur erindi frá Friðriki Ólafssyni, f.h. landeiganda að Tjaldanesi L125059, með ósk um gerð nýs deiliskipulags og skiptingu lands í lóðir, í samræmi við gögn.
Máli frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða uppbyggingu nýrra lóða og byggingarreita skipulagsins. Einnig skal skýra betur með hvaða hætti deiliskipulagstillagan samræmis ákvæðum aðalskipulagsins um verslun og ferðaþjónustu í núverandi húsum annars vegar og landbúnaðarnotum nær Þingvallavegi hins vegar. Þá bendir skipulagsnefnd á að afstöðumynd frá 1986 telst ekki sem gildandi deiliskipulag.
13. Lynghólsvegur 24 - deiliskipulagsgerð frístundabyggðar202402394
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn. Nefndin synjaði fyrri tillögu skipulags á 610. fundi sínum þar sem hún samræmdist ekki aðalskipulagi.
Máli frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir skýrari og læsilegri uppdráttum. Til samræmis við önnur nýleg deiliskipulög skal fjalla betur um til að mynda aðkomur, aðstæður, umhverfi, borholu, slökkvivatn og sorp, auk þess að vitna í viðeigandi og réttar reglugerðir. Þá bendir skipulagsnefnd á að þó byggt verði innan frístundabyggðar samkvæmt aðalskipulagi er ekki um breytingu á landnotkun að ræða.
14. Laxatunga 93 - ósk um stækkun lóðar202408422
Borist hefur erindi frá Birgi Rafn Ólafssyni, lóðarhafa Laxatungu 93, dags. 07.08.2024, með ósk um lóðastækkun vegna óleyfisframkvæmda, í samræmi við gögn og aðsenda mynd.
Skipulagsnefnd synjar með fjórum atkvæðum ósk umsækjanda um stækkun lóðar. Skipulagsnefnd vísar í gildandi lóðaleigusamninga um stærðir, frágang á hæðasetningu lóðamarka. Nefndin bendir þó á mögulega afnotareiti lands, með sértækum heimildum, í samræmi við deiliskipulagsbreytingu Leirvogstunguhverfis frá 2022.
15. Hávaðakortlagning vegna umferðar fyrir 2022202408301
Lögð er fram til kynningar kortlagning Vegagerðarinnar á hávaða skv. tilskipun EU 2002/49/EC. Fyrirliggjandi greinargerð og fylgigögn uppfylla kröfur reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005. Teknar eru saman niðurstöður fyrir mat á hávaða vegna umferðar ökutækja á Vesturlandsvegi, sem er stærsta umferðaræðin í gegnum bæinn og í eigu Vegagerðarinnar. Hávaðakortlagning vega í Mosfellsbæ er samvinnuverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.
Lagt fram og kynnt.
16. Selvatnsvegur - staðfangaskráningar202408435
Lögð er fram til staðfestingar vegaheiti og staðvísir fyrir Selvatnsvegur er liggur frá Lynghólsvegi suður að norðurhluta Selvatns. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selvatnsvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum nafngiftina Selvatnsvegur og vísar úrlausn staðfangaskráningar til umhverfissviðs, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og minnisblað.
17. Selmerkurvegur - staðfangaskráningar202408436
Lögð er fram til staðfestingar vegaheiti og staðvísir fyrir Selmerkurveg er liggur frá Nesjavallavegi suður að austurenda Selvatns. Í samræmi við tillögu og minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt til að uppfæra staðfangaskráningar land- og fasteigna með aðkomu frá Selmerkurvegi með heiti og númeri í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum nafngiftina Selmerkurvegur og vísar úrlausn staðfangaskráningar til umhverfissviðs, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og minnisblað.
Fundargerðir til kynningar
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 529202408029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18.1. Hlaðhamrar 4-6 4R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3 202408364
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breyttrar úrfærslu þakvirkis tengibyggingar leikskólans Hlíðar á lóðinni Hlaðhamrar nr. 4-6. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
18.2. Reykjavegur 36 - Umsókn um byggingarleyfi 202407057
Ísfugl ehf. Reykjavegi 36 sækir um leyfi til að byggja við atvinnuhúsnæði á lóðinni Reykjavegur nr. 36. tveggja hæða viðbyggingu úr steinsteypu.
Stækkun: 1.108,0 m², 5.425,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
19. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 83202408032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19.1. Byggðarholt 47 - stækkun húss 202402262
Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform um viðbyggingu húss að Byggðarholti 47. Um er að ræða 54,8 m² stækkun húss til vesturs, um 2 m frá Álfholti. Teikningar sýna steinsteypta stofu, herbergi og vinnuherbergi. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, og auglýst með kynningarbréfi. Athugasemdafrestur var frá 10.07.2024 til og með 11.08.2024. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
19.2. Hamrabrekkur 4 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, 202401588
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 80. fundi sínum að grenndarkynna að nýju breytta umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 4. Ný tillagan var kynnt með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 3, 4, 5 og 6. Athugasemdafrestur var frá 24.07.2024 til og með 25.08.2024. Hjálagðar eru undirskriftir og samþykki hagaðila grenndarkynningar fyrir breyttum byggingaráformum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
19.3. Hraðastaðir 6 - Umsókn um byggingarleyfi 202407101
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Bjarna Bjarnasyni vegna íveruhúss innan 5.068 m² lóðar að Hraðastöðum 6. Um er að ræða stakstætt 47,9 m² timburhús til íbúðar, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Umsókn byggir á skráningu mannvirkis þar sem hús hefur þegar verið byggt. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 528. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.