2. júní 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag202303972
Lagt er fram til umfjöllunar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 589. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er erindi landeigenda um deiliskipulag.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd tillögunni þar sem áformin eru ekki í samræmi við skilmála, ákvæði og markmið gildandi aðalskipulags um landbúnaðarlönd. Á óbyggðum landbúnaðarlöndum liggja ekki fyrir heimildir um sérstaka uppbyggingu íbúðarhúsa nema á afmörkuðu svæði í Mosfellsdal. Vísar nefndin landeigenda á ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu landbúnaðarstarfsemi á skilgreindum löndum.
Afgreitt með fimm atkvæðum.2. L125340 Í Miðdalsl - Sólbakki - ósk um gerð deiliskipulags202208818
Skipulagsnefnd samþykkti á 586. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulagi fyrir Sólbakka L125340 og deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðarhvamm, skv. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340. Ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Athugasemdafrestur var frá 05.04.2023 til og með 21.05.2023. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 16.02.2023 og Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 19.05.2023. Engar efnislegar athugasemdir bárust. Deiliskipulagstillaga og deiliskipulagsbreyting lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi nýtt deiliskipulag og deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar að Sólbakka og Heiðarhvammi. Deiliskipulög skulu hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalDeiliskipulag Sólbakka Afstöðumynd A1 (1).pdfFylgiskjalDeiliskipulag Heiðarhvamm Afstöðumynd A1 (1).pdfFylgiskjalUmsögn HEF.pdfFylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 586 (10.3.2023) - L125340 Í Miðdalsl - Sólbakki - ósk um gerð deiliskipulags.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 11 maí 2023 - Sólbakki L125340 og Heiðarhvammur L125323.pdfFylgiskjalÍ vinnslu_Minnisblað athugasemda og umsagnir.pdf
3. Lágafellsland - ósk um uppbyggingu á landi202304013
Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni, f.h. Lágafellsbygginga ehf., dags. 30.03.2023, með ósk um gerð rammaskipulags fyrir Lágafellsland innan íbúðarsvæðis 407-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd erindi málsaðila um tafarlausa gerð rammaskipulags fyrir suðurhlíðar Lágafells, þar sem í undirbúningi og uppbyggingu eru önnur svæði. Erindi og ósk landeigenda er vísað til skoðunar á umhverfissviði þar sem óskað er eftir frekari rýni áforma, áætlana og tímalínu uppbyggingar í sveitarfélaginu.
Afgreitt með fimm atkvæðum.4. Sólvallaland - ósk um uppbyggingu á landi202304055
Borist hefur erindi frá Sigurjóni Ásbjörnssyni, f.h. Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F-fasteignafélags ehf., dags. 05.04.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 3-4 ha svæðis í landi Akra og Sólvalla innan íbúðarsvæðis 315-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd erindi málsaðila um deiliskipulagsgerð á afmörkuðu svæði Sólvalla, með vísan í ákvæði og markmið aðalskipulags um heildstæða uppbyggingu og rammaskipulagsgerð.
Afgreitt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalSólvellir landþróunarfélag ehf - Bréf til skipulagsnefndar og bæjarráðs Mosfellsbæjar dags 05.04.2023.pdfFylgiskjalFrumdrög að skipulagslýsingu fyrir Reykjaveg með_skýringaruppdráttum_04.04.2023.pdfFylgiskjalF-fasteignafélag ehf - Umboð vegna umsóknar um gerð deiliskipulags við Reykjaveg 28-12-2022.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1579 (11.5.2023) - Sólvallaland - ósk um uppbyggingu á landi.pdfFylgiskjalMinnisblað til skipulagsnefndar.pdf
5. Í Suður-Reykjalandi L125425 - ósk um deiliskipulag202305102
Borist hefur erindi frá Birni Stefáni Hallssyni og Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, dags. 04.05.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 2 ha svæðis í landi Suður-Reykja innan íbúðarsvæðis 317-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Erindinu er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Sveinsstaðir - deiliskipulagsbreyting202305873
Borist hefur erindi frá Vali Þór Sigurðssyni, f.h. Birgis Björnssonar, dags. 30.05.2023, með ósk um deiliskipulag fyrir Sveinsstaði við Reykjalundarveg vegna áforma um uppbyggingu á stakstæðum bílskúr innan lóðar.
Erindinu er vísað til frekari úrvinnslu á umhverfissviði vegna gildandi deiliskipulags og samráðs við eigendur aðliggjandi lands. Skipulagsnefnd heimilar þó umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga að fullvinna deiliskipulagsbreytingu innan Reykjalundarsvæðis í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum7. Hamratún 6 - ósk um stækkun lóðar og yfirtöku lands202305257
Borist hefur erindi frá Halldóri Þórarinssyni, dags. 10.05.2023, með ósk um stækkun lóðar að Hamratúni 6.
Skipulagsnefnd synjar erindi málsaðila um stækkun lóðar og felur skipulagsfulltrúa og starfsfólki umhverfissviðs að eiga samskipti við lóðarhafa vegna málsins.
Afgreitt með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 498202305017F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Dalsgarður 123627 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202304121
Hákon Pétursson Dalsgarði sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús úr timbri á lóðinni Dalsgarður nr. L123627 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 46,7 m², 107,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Desjamýri 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108131
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 11 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér stækkun milligólfs í eignarhluta 01-0111. Stækkun:20,8 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Gerplustræti 25-29 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202304528
Húsfélag Gerplustrætis 25-27 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 25-27 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér útfærslu svalalokana. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.4. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202211363
Dagný Tómasdóttir Grenibyggð 22 sækja um leyfi til breytinga innra skipulags parhúss á lóðinni Grenibyggð nr. 22-24, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.