Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. október 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Dal­land L123625 - nýtt deili­skipu­lag - end­urupp­töku­beiðni202303972

  Lögð er fram til kynningar umsögn og samantekt stjórnsýslu Mosfellsbæjar á endurupptökubeiðni landeigenda vegna nýs deiliskipulags við Dalland, í samræmi við afgreiðslu á 593. fundi nefndarinnar. Hjálögð er að nýju endurupptökubeiðni til afgreiðslu.

  Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að óska eft­ir ít­ar­legri gögn­um.

  • 2. Mið­dal­ur L226500 - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202203441

   Lögð eru fram til kynningar drög að svörum og umsögnum innsendra athugasemda vegna kynntrar deiliskipulagstillögu tíu nýrra frístundalóða í Miðdal. Uppfærð tillaga, í samræmi við athugasemdir, lögð fram til afgreiðslu. Hjálagt er fyrirliggjandi samkomulag um aðkomumál.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um upp­færða deili­skipu­lagstil­lögu ásamt til­lögu skipu­lags­full­trúa að svörun og um­sögn­um inn­sendra at­huga­semda, með vís­an til sam­an­tekt­ar og minn­is­blaðs. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 3. Sveins­stað­ir - deili­skipu­lags­breyt­ing202305873

   Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsið Sveinsstaði, innan Íb329. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit innan lóðar, 2 x 15 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m² bílskúr. Hámarks vegghæð er 3,6 m, hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Deiliskipulagsbreytingin festir ekki aðkomu lóðar í sessi og gæti hún tekið breytingum á síðari stigum í samráði við landeigenda.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að til­lag­an skuli aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Með hlið­sjón af 5.8.2. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 tel­ur skipu­lags­nefnd breyt­ing­una óveru­lega þar sem land­notk­un er hin sama en nýt­ing­ar­hlut­fall breyt­ist lít­il­lega vegna stærð­ar lóð­ar­inn­ar.

  • 4. Stofn­un lóða und­ir bor­hol­ur MG-35 og MG-39 í Helga­dal L231750, L231751 og L231752202309679

   Borist hefur erindi frá Orkuveita Reykjavíkur, dags. 27.09.2023, með ósk um stofnun tveggja lóða, þriggja spildna, undir borholur MG-35 og MG-39 í Helgadal, í samræmi við gögn. Hjálögð er í skjölum rafræn undirritun landeigenda L231750, L231751 og L231752.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila stofn­un lóða fyr­ir bor­hol­ur í sam­ræmi við hnit­sett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Land­eig­end­ur bera ábyrgð á að tryggja að­kom­ur og að­r­ar mögu­leg­ar kvað­ir. Mál­inu er vísað til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði og skal máls­að­ili greiða þann kostn­að sem af verk­inu hlýst.

  • 5. Að­komu­merki Leir­vogstungu­hverf­is - fyr­ir­spurn202309680

   Erindi barst frá Elínu Guðnýju Hlöðversdóttur, f.h. íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis, dags. 28.09.2023, vegna hugmynda um tvö ný aðkomumerki Leirvogstunguhverfis. Óskað er eftir heimild til þess að setja upp merkin, í samræmi við gögn, og að sveitarfélagið leggi til rafmagnsleiðslur og rafmagn svo lýsa megi þau upp.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skoð­un­ar á um­hverf­is­sviði.

  • 6. Hamra­brekk­ur 5 og 11 - ósk um deili­skipu­lags­gerð202308601

   Borist hefur erindi frá Róberti Fannari Halldórssyni, f.h. Blueberry hills ehf. landeigenda að Hamrabrekkum 5 og 11, dags. 22.8.2023, með ósk um deiliskipulagsgerð frístundabyggðar á lóðunum. Lýsing skipulagsáætlana barst frá Balsa ehf. teiknistofu og tækniþjónustu, þann 02.10.2023.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa um stöðu upp­bygg­ing­ar á svæð­inu.

  • 7. Sunda­braut - breyt­ing á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040202309522

   Borist hefur erindi frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 20.09.2023, þar sem lögð er fram til kynningar og athugasemda verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar. Verklýsingin er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.

   Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir já­kvæð áhrif þess að Sunda­braut muni auka sveigj­an­leika stofn­vega­kerf­is­ins með dreif­ingu um­ferð­ar á fleiri leið­ir og létta á um­ferð­ar­þunga af öðr­um veg­um, s.s. Höfða­bakka um Gull­in­brú, Ár­túns­brekku og Vest­ur­lands­vegi í Mos­fells­bæ. Auk þess sam­fé­lags- og um­hverf­is­lega ábata sem fylg­ir minni akstri, út­blæstri og meng­un vegna styttri ferða­tíma veg­far­enda.
   Skipu­lags­nefnd legg­ur sér­staka áherslu á mik­il­vægi þess að met­in verði vand­lega mögu­leg áhrif út­færslu III. hluta Sunda­braut­ar (Geld­inga­nes-Álfsnes) á Leiru­vog, hvað varð­ar strauma og líf­ríki svæð­is­ins. Leiru­vog­ur og Blikastaðakró voru frið­lýst árið 2022 en svæð­ið er mik­il­væg­ur við­komu­stað­ur far­fugla, einkum vað­fugla og fóstr­ar ríku­legt fugla­líf allt árið um kring. Auk þeirra ein­kenn­ist vog­ur­inn af fjöl­breytt­um vist­gerð­um, leir­um, þang­fjör­um, kræk­linga­áreyr­um og sand­fjör­um sem eru líf­auð­ug­ar. Vakin er at­hygli á mögu­leg­um nei­kvæð­um áhrif­um veru­legra land­fyll­inga á þess­um stað.

  • 8. Sunda­braut - matsáætlun202309521

   Borist hefur erindi frá Vegagerðinni, dags. 20.09.2023, þar sem tilkynnt er um kynnta matsáætlun umhverfisáhrifa um fyrirhugaða lagningu Sundabrautar. vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar, verkefnið er á frumdragastigi. Matsáætlun er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.

   Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að met­in verði vand­lega mögu­lega áhrif Sunda­braut­ar á Leiru­vog, hvað varð­ar strauma og líf­ríki svæð­is­ins. Leiru­vog­ur og Blikastaðakró voru frið­lýst árið 2022 en svæð­ið er mik­il­væg­ur við­komu­stað­ur far­fugla, einkum vað­fugla og fóstr­ar ríku­legt fugla­líf allt árið um kring. Auk þeirra ein­kenn­ist vog­ur­inn af fjöl­breytt­um vist­gerð­um, leir­um, þang­fjör­um, kræk­linga­áreyr­um og sand­fjör­um sem eru líf­auð­ug­ar.

  • 9. Hvít­bók um skipu­lags­mál ásamt un­hverf­is­mats­skýrslu202309685

   Lögð er fram til kynningar hvítbók um skipulagsmál og umhverfisskýrsla að hálfu innviðaráðuneytisins. Hvítbók um skipulagsmál er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en með henni eru sett fram drög að endurskoðun landsskipulagsstefnu 2026 sem byggir m.a. á stöðumati grænbókar. Innviðaráðherra hyggst á yfirstandandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hvítbókin er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda með umsagnarfresti til og með 31.10.2023.

   Lagt fram og kynnt.

  Fundargerðir til kynningar

  • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 505202309031F

   Fundargerð lögð fram til kynningar.

   Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

   • 10.1. Ála­foss­veg­ur 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202306004

    Hús­in í bæn­um ehf. Gils­árstekk 7 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta eign­ar­hluta 0302 í við Ál­fossveg nr. 23. Sótt er um breytta nokk­un hús­næð­is úr vinnu­stofu í íbúð­ar­rými.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.2. Hamra­brekk­ur 11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202307340

    Blu­e­berry Hills ehf. sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri tvær geymsl­ur á frí­stunda­lóð­inni Hamra­brekk­um 11. Stærð­ir: sam­tals 30,0 m².

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.3. Huldugata 2-4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309465

    Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 30 íbúða fjöl­býl­is­hús á þrem­ur hæð­um á lóð­inni Huldugata nr. 2-4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 2322,2 m², 7.256,1 m³.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10.4. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202309358

    Andri Ing­ólfs­son Mark­holti 13 sæk­ir um leyfi til að byggja við­bygg­ingu úr stein­steypu við ein­býl­is­hús á lóð­inni Mark­holt nr.13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: Íbúð 13,4 m², bíl­geymsla 31,9 m², 172,5 m³.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00